Að missa mig yfir: Flugfreyju fótagel!
Um daginn var ég svo heppin að fá að prófa vöru frá Masterline, sem ég var búin að ætla að kaupa mér heillengi en aldrei komið í verk. Varan fannst mér ótrúlega áhugaverð og ég varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum!
Varan sem ég er að tala um er kælandi og róandi gelkrem fyrir fæturna! Það er með piparmyntulykt og er sennilega mesta snilld sem ég veit þegar ég er með þreytta fætur eftir langan dag. Ég geymi mitt gel í ískápnum til að fá sem mesta mögulega kælingu, en það veitir samt kælandi áhrif þó það sé geymt inní skáp. Lyktin af því er líka róandi fyrir vitin svo það er ein allsherjar slökun að bera það á fæturna þegar ég kem heim.
Gelið kemur í flösku með pumpu sem mér finnst mjög þægilegt. Suma daga er ég kannski í skólanum, í vinnunni í nokkra klukkutíma og fer svo beint á æfingu. Fæturnir mínir verða oft ótrúlega þreyttir og bólgnir og það er fátt betra en að leggjast uppí sófa á kvöldin og smyrja gelinu á táslurnar og upp á sköflungana. Það léttir svo ótrúlega á fótunum og minnkar bólgur sem myndast oft neðst í fótunum. Ef að þið munið eftir “flugfreyjugelinu” sem var einu sinni á markaðnum þá er þetta alls ekki ósvipað. Ástæðan fyrir því að það var kallað flugfreyjugel er að flugfreyjur sem fljúga mikið og standa lengi í vinnunni á hælaskóm dásömuðu það í hástert eftir langann dag. Ég get sko verið sammála flugfreyjunum, svona gel eru æðisleg og mér líkar einstaklega vel við þetta hér.
Gelkremið er mjög létt og fljótt að þorna, sem mér finnst stór kostur. Það er nefnilega yfirleitt alltaf þannig að þegar ég er nýbúin að smyrja þykku lagi af fótakremi á fæturna þarf ég alltaf alveg nauðsynlega að standa upp og gera eitthvað mjög mikilvægt. Sem endar oft með kremuðu gólfi sem er stórhættulegt fyrir aðra heimilismeðlimi..stórhættulegt segi ég af reynslu..en það hefur allavega ekki gerst ennþá með þessu geli! Það er yfirleitt orðið nánast alveg þurrt þegar ég er búin að muna þetta ótrúlega mikilvæga sem ég þarf að gera..svo engin stórslys hafa orðið af völdum þess (ennþá allavega).
xxx
Vöruna í þessari færslu fékk ég sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunni og höfundur gydadrofn.com gefur alltaf hreinskilið og einlægt álit.
Sæl, hef mikið leitað að svona kremi, hvar fæst þessi dásemd
LikeLike
Hæ Hjördís!
Þetta krem fæst í Hagkaup og apótekum og er hjá húðvörulínum, ætti ekki að fara framhjá þér 🙂
LikeLike
Takk fyrir upplýsingarnar.
LikeLike