Uppskrift: Saltkaramellukakó

Í dag var rigning. Í dag var líka kalt. Í dag sprakk dekk á bílnum mínum. En í dag fékk ég líka bestu vinkonu mína í heimsókn til mín í borgina í smá knús! Ef að þið eruð með betra tilefni til þess að búa til heitt kakó og borða piparkökur og súkkulaði væri ég til í að vita af því en ég nýtti mér allavega tækifærið og bjó til dásamlegt heitt kakó með saltkaramellu og rjóma handa okkur tvem.

IMG_0010

Eins illa og dagurinn byrjaði þá endaði hann algjörlega yndislega..ég ætla samt að setja það afrek að hafa skipt um dekk ein og óstudd efst á ferilskránna mína! Ég verð að viðurkenna að ég var ekki bjartsýn í byrjun, enda aldrei gert þetta sjálf og ekki mikið þekkt fyrir að blanda mér í neitt sem tengist því að brasa í bílum. Í þokkabót var rigning og ískalt en það hafðist á endanum með smávegis leiðbeiningum frá eldri manni sem átti leið hjá. Þegar ég komst loksins keyrandi í burtu skrapp ég í búðina og það fyrsta sem ég rakst á voru piparkökur, og ég gat sko ekki sleppt því að kaupa þær..enda eru alveg að koma jól, er það ekki annars?

IMG_3638

Mig langaði til þess að búa til eitthvað krúttlegt handa okkur vinkonunum og rakst á þessa dásamlegu karamellusósu í Hagkaup. Vinkona mín elskar karamellu svo ég hugsaði að það væri tilvalið að kaupa hana og útbúa eitthvað gott handa okkur. Eftir að hafa tekið smá pinterest uppskriftarúnt fann ég uppskrift af saltkaramellukakó sem að á að vera eftirherma af samskonar Starbucks kakói. Ég hef reyndar ekki smakkað það á Starbucks en uppskriftin var óendanlega girnileg og ég varð að prófa! Uppskriftin er frekar stór og ætti að duga fyrir fjóra, eða sirka þrjár súkkulaðigráðugar stelpur. Ég gerði heila uppskrift og við kláruðum hana ekki, svo það hefði verið nóg fyrir eina í viðbót. Eins og svo oft áður las ég ekki alla uppskriftina fyrr en eftirá svo ég setti óvart allt saman í pott, en það varð að engu síður til dásamlegt kakó!

IMG_0015

Uppskrift:

1 líter mjólk

1/2 bolli sykur

1/4 bolli kakó

1/3 bolli heitt vatn

Fræ úr 1 vanillustöng

4msk. karamellusósa

Ég setti allt í pott nema karamelluna og hitaði að suðu, án þess að blandin færi að sjóða samt. Eftirá sá ég samt að maður átti víst að byrja á að bræða saman sykur og kakó, og hræra svo mjólkinni samanvið, og að lokum vatninu og vanillunni. Mín útgáfa var samt mjög góð og ég held að það hafi ekki komið að sök þó ég hafi bara skellt þessu öllu saman. Þegar blandan var svo orðin heit hrærði ég karamellusósunni útí og tók svo af hellunni þegar hún hafði bráðnað saman við. Svo setti ég þeyttann rjóma og meiri karamellusósu ofan á og setti í stór glös.

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: