Ég elska: Invisibobble hárteygjur

Um daginn fór vinkona mín í gegnum fríhöfnina og kom til baka með pakka af glærum Invisibobble hárteygjum. Ég hafði ekki prófað teygjurnar áður en tekið eftir því að það eru ótrúlega margar stelpur að nota þær, og var ótrúlega spennt að prófa. Vinkona mín gaf mér eina af sínum glæru og ég verð að viðurkenna að ég er alveg húkt!

IMG_3414_fotor

Eftir að hafa notað þessa glæru í nokkrar vikur, kom að þeim degi að ég fann hana ekki, og setti því í mig venjulega hárteygju. Það var eiginlega ekki fyrr en þá sem ég fattaði hvað þetta eru frábærar teygjur! Þó að ég hafi notað venjulegar hárteygjur í mörg ár fann ég alltíeinu fyrir ótrúlega miklum óþægindum, mér fannst hún vera alltof þröng, og tosa í hárið mitt á óþægilegann hátt. Ég fékk eiginlega strax hausverk og endaði á að fara heim og gera dauðaleit að glæru Invisibobble teygjunni. Eftir þessa uppgötvun fór ég og nældi mér í pakka, og valdi mér svartar í þetta skiptið.

IMG_3415

Teygjurnar eru sérstakar að því leiti að þær eru snúnar eins og símasnúrur í laginu og halda því hárinu uppi án þess að tosa í litlu hárin. Þær fara líka vel með hárið því þær eru það mjúkar að þær brjóta það ekki, og slíta ekki endana. Ég er með frekar þunnt og mjúkt hár sem að smýgur yfirleitt alltaf úr teygjunum, og eftir hálfan dag er ég yfirleitt komin með 20 lokka fyrir utan teygjuna. Þessar teygjur halda hárinu ótrúlega vel, og það sem mér finnst mesta snilldin er að þær gera sem allra mest úr fíngerðu hárinu mínu, sleikja það ekki niður og það verður ekki svona strekkt í teygjunni.

IMG_3373_fotor

Teygjurnar eru til í mörgum skemmtilegum litum og næst ætla ég að næla mér í þennan fallega græna, og þessar ljósu. Pakkinn kostaði í kringum 700kr í apótekinu sem ég keypti þær í, og það er algjörlega þess virði, því þær endast mun lengur en venjulegar teygjur sem slitna oft eftir nokkur skipti. Þær fást á hárgreiðslustofum og í apótekum Lyf og heilsu, og fleiri stöðum!

IMG_3441

Mér finnst svarta teygjan ótrúlega fín í dökka hárinu mínu, en þessi ljósa á myndinni hér að ofan væri til dæmis mjög flott fyrir þær sem eru ljóshærðar. Svo er auðvitað til þessi glæra sem hentar öllum! Ég mæli 100% með að næla sér í svona teygju, breyttu lífinu fyrir hárið mitt!

xxx

5 Comments on “Ég elska: Invisibobble hárteygjur”

 1. Ég er búin að gera nokkar tilraunir í leit af þessum teygjum. Hef farið í a.m.k. þrjú Lyf og heilsu útibú og finn ekkert 😦
  Veistu um fleiri útsölustaði? 🙂

  Like

  • Ég fékk þær upplýsingar frá heildsölunni að Lyf og Heilsa væri nýbúin að taka teygjurnar inn og því væru þær ekki komnar á alla staði, en ég fékk mínar í Kringlunni og það var gott úrval þar 🙂 Ég hef ekki ennþá fengið svör um fleiri útsölustaði en skal láta vita um leið og svörin berast!

   Like

 2. Pingback: Ég elska: Invisibobble Sweetheart | gyðadröfn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: