5 uppáhalds í október!

Vá hvað tíminn líður óendanlega hratt þessa dagana..nóvember kominn með tilheyrandi vetrarveðri og þar með styttist í fyrsta í aðventu sem er seinustu helgina í mánuðinum. Ég verð að viðurkenna að ég get ekki beðið, enda algjört jólabarn og veit fátt skemmtilegra en að undirbúa jólin. Á meðan ég býð eftir að geta farið að spila jólalögin ætla ég að segja ykkur frá því sem var í uppáhaldi hjá mér í seinasta mánuði.

IMG_3409

Snemma í mánuðinum fór ég ásamt góðum vinkonum á viðburð í Bláa lóninu, þar sem við fengum að gjöf þennan yndislega varasalva. Mér finnst umbúðirnar sérstaklega fallegar og ég var mjög spennt að prófa hann þar sem ég hafði ekki notað hann áður. Hann er algjört æði og mér finnst hann vera alveg svona lúxús meðferð fyrir varirnar, þegar ég er með sérstklega mikinn varaþurrk. Ég er algjör varasalvafíkill og er með varasalva út um allt, en þennan nota ég þegar ég er með sérstaklega djúpann þurrk sem ég vil laga.

IMG_3423

Hárolían mín frá L’oreal var líka í aðalhlutverki í mánuðinum. Hún er búin að vera fastagestur í snyrtivöruskápnum mínum síðan hún kom á markað og ég er alltaf jafn hrifin af henni. Ég nota hana þegar ég kem úr sturtu og ber 1-2 pumpur í blautt hár, og svo set ég hana stundum í endana í þurrt hár ef þeir þurfa extra næringu. Um daginn var ég að segja konu frá henni og ætlaði að athuga hvort að pumpan væri opin eða lokuð, og sprautaði óvart helling í lófann á mér þar sem pumpan var opin. Ég vissi ekkert hvað ég átti að gera við hana því ég var í miðju kafi að sýna konunni fleiri vörur svo ég nuddaði henni bara á hendurnar á mér eins og handkremi. Þetta reyndust vera frábær mistök því ég hef sjaldan orðið jafn mjúk á höndunum! Svo hún er líka frábær til að bera á húðina og ég mun alveg örugglega nudda henni oftar á hendurnar mínar!

IMG_3403

Ég er ekki mikið fyrir að bera á mig líkamskrem, mér finnst það alltaf vera svo tímafrekt og mikið vesen þar sem kremin eru stundum svo lengi að þorna og mér finnst ég aldrei hafa tíma til þess að bíða eftir því. Þessvegna kom mér á óvart hvað ég er búin að vera dugleg nota þetta líkamskrem frá Masterline, en ég er búin að bera það á mig eftir hverja sturtu síðan ég fékk það! Ég held að það verði bara að teljast met hjá mér! Ég veit samt alveg hver ástæðan er, lyktin af þessu kremi er bara svo dásamleg að ég get ekki beðið eftir að koma úr sturtunni til að bera það á mig. Ég vildi óska að ég gæti tekið lyktina upp og sett með hérna á bloggið svo þið gætuð fundið hana líka. Ekki skemmir fyrir að kremið er stinnandi og er alls ekki lengi að þorna, svo ég er alveg orðin háð því þessa dagana.

IMG_3384

Þetta nýja Maybelline Color Show naglalakk fékk ég í lok september og er búin að nota það mjög oft núna í október. Liturinn er nr. 301 og heitir “Love this sweater” og er algjörlega í takt við kósýgírinn sem ég er búin að vera í þennann mánuðinn. Það er svona ljósbleik-beige-peysulitað (það er alveg orð?) og mér finnst svona nude litur akkúrat vera það sem fullkomnar kósýpeysulúkkið.

IMG_3431

Í lok september kom nýtt frá L’oreal á Íslandi tvær tegundir af augabrúnagelum með lítillri og þægilegri maskaragreiðu. Fallegar áberandi augabrúnir eru eitt stærsta förðunartrend seinustu mánuðina og þessi vara er algjör snilld til að setja gera þær akkúrat eins og ég vil. Önnur tegundin er með geli sem er brúnt á litinn og hin er með glæru geli. Ég er búin að nota báðar tegundirnar mjög mikið en á myndinni er glæra gelið, sem ég er búin að nota aðeins meira en hitt. Mér finnst gelið fullkomið til að móta augabrúnirnar í endann á förðuninni og svo haldast þær líka á sínum stað yfir daginn.

xxx

Einhverjar af vörunum í færslunni fékk ég sem sýnishorn, en það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunni. Alltaf er sett fram einlægt og persónulegt álit á vörum á gydadrofn.com, hvort sem þær eru fengnar sem sýnishorn eða ekki.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: