Uppskrift: Hármaski með argan olíu

Eitt af því sem ég er búin að vera að einbeita mér að seinustu mánuði, er að fá hárið mitt til að vaxa hraðar og verða heilbrigðara. Ég byrjaði að taka hárkúr vítamín og þaratöflur til að styrkja hárið innan frá, og samhliða því er ég búin að nota hármaska einu sinni í viku í nokkra mánuði. Ég sé alveg ótrúlega mikinn mun á hárinu mínu, það er bæði búið að taka ótrúlegann vaxtarkipp og lítur mun betur út! Ég er með frekar þunnt hár svo ég reyni að gera hvað sem ég get til að það verði þykkra, og er búin að prófa ótal samsetningar af hármöskum. Ég hef áður deilt með ykkur tvem tegundum af hármöskum sem mér finnst frábærar, en mig langar að deila þeirri þriðju með ykkur líka. Þessi inniheldur bara olíur, og þar á meðal hina umtöluðu argan olíu sem hárgreiðslufólk um allann heim dásamar!

IMG_0038

Argan olía er alveg ótrúlega frábær olía sem er hægt að nota í endalaust margt tengt húð-, nagla- og hárumhirðu, og er til dæmis frábær fyrir þurrt og erfitt hár sem er með slitna enda og jafnvel skemmt. Það er alveg ótrúlega mikið af hárvörum á markaðnum sem eru merktar “with argan oil” eða einhverju svoleiðis en þær innihalda oft kannski bara örfá prósentubrot af argan olíunni sjálfri, svo það er mikilvægt að skoða innihaldslýsinguna. Ég er alls ekki að segja að þetta séu eitthvað slæmar vörur, en ef maður vill fá argan olíuna þá er hún oft í það litlu magni að það getur varla talist með. Í þessa uppskrift nota ég 100% hreina argan olíu sem er til frá Now Solutions í stærri Hagkaupsverslunum og apótekum. Glasið er ekki ódýrt, en maður notar svo lítið magn af henni í hvert skipti að hún endist alveg endalaust. Hinar olíurnar í uppskriftinni eru allar frábærar fyrir hárið, ég hef talað nokkrum sinnum um laxerolíuna til að auka hárvöxt, og avocado olían gefur ofboðslega fallegan glans. Möndluolíunni má skipta út fyrir aðra olíu, en þá þarf bara að passa að það sé tiltölulega þunn olía, því að hún þjónar aðallega tilgangi burðarolíu í þessari uppskrift.

IMG_3369

Uppskriftin:

2msk möndluolía (má líka vera ólívuolía eða önnur tiltölulega þunn olía)

1msk laxerolía

1/2msk avocado olía

2-3 dropar argan olía

Allar olíurnar settar saman í skál eða könnu og hrært vel saman. Mér finnst langbest að hita maskann áður en ég ber hann í mig, svo að blandan verði þynnri og auðveldara sé að dreifa henni í allt hárið. Það þarf samt að passa alveg ofsalega vel að hita blönduna ekki of mikið, því olíur geta auðvitað orðið rosalega heitar og brennt hársvörðinn ef þær eru hitaðar of lengi. Ég setti mína blöndu í 40sek í örbylgjuofninn og það var mjög fínt hitastig. Málið er ekki að hafa maskann sem heitastann, heldur bara örlítið heitari en líkamshitinn. Ég læt maskann bíða í 15-20mín í öllu hárinu með plastpoka yfir hausnum til að hámarka virknina.

xxx

8 Comments on “Uppskrift: Hármaski með argan olíu”

  1. Ég er búin að leita af þessum Now olíum í svona 5 eða 6 Hagkaupsverslunum og meðal annars í Garðabæ og finn ekki eina olíu frá þessu merki, á þetta 100% að vera til þar eða?

    Like

  2. Já ég sá þær allar í Kringlunni, nema kannski hugsanlega laxerolían, en hún er til í öllum apótekum 🙂 Og þær eru á neðri hæðinni, á enda á hillu þar sem snyrtivörurnar eru, á móti kremunum sem eru hægra megin við mjólkurkælinn, svo ef þú labbar beint út úr mjólkurkælinum þá ættirðu að labba beint að hillunni 🙂

    Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: