Prófað: Jurtaskot fyrir betri meltingu
Fyrir rúmum mánuði síðan fékk ég skemmtilega beiðni um að prófa jurtadrykk sem heitir Vita Biosa. Einn lesandi hafði rekið augun í það að ég hafði einhverntímann sagt ykkur frá því að ég væri mjög viðkvæm í maganum, og fengi oft illt í magann, og datt í hug að ég myndi vilja prófa þennann drykk. Ég tók áskoruninni fagnandi enda alltaf tilbúin að prófa eitthvað nýtt og sérstaklega ef það getur hjálpað maganum mínum!
Eins og ég sagði áður heitir drykkurinn Vita Biosa, og ég nefndi hann akkúrat þegar ég skrifaði um safakúrinn sem ég prófaði um daginn, en hann var það eina sem ég bætti við hann (hér: https://gydadrofn.com/2014/10/12/dagbokin-thriggja-daga-safakurinn-minn/ ). Drykkurinn er náttúrulegur og lífrænn og unninn úr 19 mismunandi jurtum og 7 mjólkursýrubakteríum. Eftir að hafa lesið nokkrar reynslusögur var ég mjög spennt að prófa, en flestir virtust sammála um að drykkurinn hefði hjálpað sér, til dæmis fólk sem hafði glímt við bakflæði.
Seinustu 5 vikurnar hef ég drukkið 1-2 skot af drykknum samviskusamlega á hverjum degi. Ég man alltaf eftir því þegar ég var yngri og allir voru alltaf að drekka svona litlar flöskur af LGG+, sem er einmitt líka svona mjólkursýrugerladrykkur. Ég stalst alltaf í það hjá ömmu því mér fannst það svo gott á bragðið, en hún drakk það til að bæta meltinguna. Ég verð að viðurkenna að bragðið af þessum drykk er kannski ekki alveg jafn gott, enda er hann sykur-, mjólkur-, rotvarnarefna- og glúteinlaus, en mér finnst hann samt alls ekki vondur. Ef ég á að líkja bragðinu við eitthvað þá minnir hann mig helst á einhverskonar cider, eins og eplacider, nema ekki með eplabragði. Hann er til í tvem bragðtegundum, þessi græni og svo fjólublár með berjabragði.
Ástæðan fyrir því að ég ákvað að skrifa um drykkinn og segja ykkur frá honum er að ég finn virkilega mun á maganum mínum, á góðann hátt! Náttúrulegu jurtirnar og bakteríurnar sem eru í honum hjálpa til við að halda réttu sýrustigi á þarmaflórunni, sem að heldur meltingarkerfinu heilbrigðu. Mikið af því sem er í honum, t.d. hvönn, engifer og fennika er eitthvað sem ég er alltaf að drekka í allskonar te-um, svo það er frábært að hafa einn drykk sem inniheldur allt það góða úr þessum jurtum, og svo mörgum öðrum. Það sem ég fann aðallega mun á var að mér fannst maginn minn vera í miklu betra jafnvægi en áður, og eiginlega bara allt meltingakerfið í heild sinni. Ef að þið eruð með viðkvæmann maga eða langar að bæta meltinguna, mæli ég algjörlega með því að prófa að þennan drykk, hann gerði allavega mikið gott fyrir mig og magann minn!
Vita Biosa fæst í apótekum og heilsubúðum!
xxx
vá þennann verð ég að prófa! hvar fæst hann ? 🙂
LikeLike
Hann fæst í heilsubúðum og apótekum! 🙂
LikeLike