5 góð ráð fyrir húðumhirðu í vetur!

Þegar veturinn kemur þarf húðin alveg extra góða ummönun. Mín húð er venjuleg/blönduð og ég fann það strax á húðinni minni þegar það byrjaði að koma frost, og skipti yfir í vetrar húðumhirðurútínuna mína. Það sem að ég finn aðallega fyrir eru hitabreytingarnar, þegar það er kalt úti og svo hlýtt inni, og maður er stanslaust að breyta fara inn og út. Hér eru nokkur góð ráð sem hjálpa mér við að halda húðinni minni heilbrigðri og vernda hana fyrir veðrabreytingum!

#1

Að bæta inn nærandi andlitsmaska

IMG_3330

Það fyrsta sem mér finnst gott að gera er að passa að nota allavega einu sinni í viku andlismaska sem nærir húðina vel og gefur góðann raka. Sunnudagar eru til dæmis tilvaldir til að festa dekurstund með maska inn í dagatalið! Ég prófaði þennan frá Iroha um daginn og hann er mjög þægilegur í notkun, inniheldur argan olíu og kemur í svona grímu sem þú skellir á þig og lætur bíða í 15. mín. Ef ykkur langar að gera ykkar eigin mæli ég með subbulega andiltsmaskanum sem er hér á síðunni, hann gefur ótrúlega góða næringu! Uppskrift hér: https://gydadrofn.com/2014/05/04/uppskrift-subbulegur-andlitsmaski-fyrir-ljomandi-hud/

#2

Að hreinsa húðina með olíu

IMG_2351_fotor

Þegar húðin er viðkvæm eins og hún getur orðið eftir miklar og snöggar hitabreytingar er mikilvægt að passa upp á hvaða vörur við notum til að hreinsa hana. Oft þegar húðin verður þurr myndast bólur, en þá getur gert illt verra að nota sterka hreinsa eða grófa skrúbba á hana, og hún getur orðið ennþá þurrari. Ég nota hreinsa með olíu bæði fyrir augun mín og húðina og finnst gott að finna að hreinsirinn minn er ekki bara að hreinsa húðina og farðann heldur líka næra húðina. Hreinsirinn á myndinni er heimatilbúni augnfarðahreinsirinn minn, og mér finnst gott að nota hann til að strjúka yfir húðina líka þegar ég er búin að hreinsa augnfarðann. Uppskriftin er hér: https://gydadrofn.com/2014/10/03/uppskrift-tvofaldur-oliuaugnhreinsir/

#3

Að bera olíu á húðina

IMG_8446

Annað sem ég mæli með að bæta inn í rútínuna, eftir að búið er að hreinsa húðina og áður en dagkremið/næturkremið er sett á, er góð húðolía. Þær vernda húðina og gefa henni extra mikinn raka til viðbótar við kremið. Að bera olíu í andlitið hentar auðvitað ekki öllum, en ég get mælt með Extraordinary olíunni frá L’oreal, mér finnst hún æði því hún smýgur svo fljótt og vel inn í húðina, og myndar ekki svona olíukennda áferð á húðinni. Ég er búin að nota þetta combo á myndinni ótrúlega lengi núna og elska það. Núna eftir að veturinn kom fór ég að nota olíuna undir dagkremið bæði kvölds og morgna og finnst það vera akkúrat það sem húðin mín þarf til að vernda hana yfir daginn, en áður notaði ég olíuna bara undir kremið á kvöldin. Þið getið líka notað hreina kókosolíu til að bera á andlitið, en passið þá bara að þið þurfið alveg ofsalega lítið magn, og nuddið henni vel inn í húðina, og sérstaklega á þá staði sem verða oft þurrir.

#4

Að nota rakagefandi BB krem

IMG_7173

Til að vera viss um að húðin fái nægann raka allann daginn er líka gott að nota rakagefandi BB krem á eftir dagkreminu, og undir farða ef það á að setja hann á. Margir nota BB krem í staðinn fyrir dagkrem, en mér finnst ég þurfa bæði, sérstaklega á veturna. Ég mæli með BB kreminu frá Garnier sem er búið að vera uppáhalds BB kremið mitt frá upphafi, og mér finnst það gefa mjög góðan raka og fallegan ljóma.

#5

Að nota farða með sólarvörn

IMG_0647

EInn stærsti misskilningurinn hjá íslenskum konum er að þær þurfi ekki að kaupa farða með sólarvörn, því á veturna sé svo lítil sól hér að það geri ekkert gagn. Málið er hinsvegar að þó að sólin stoppi stutt þá eru geislarnir hennar ótrúlega sterkir, og geta auðveldlega skaðað húðina ef þeir skína á hana. Sérstaklega ef að það er snjór úti sem endurkastar sólinni, þá magnast geislarnir upp og geta verið skaðlegir, svo það er alltaf plús að hafa sólarvörn í farðanum sínum! Lumi farðinn frá L’oreal er til dæmis með SPF18 og mér finnst hann frábær fyrir veturinn.

Þetta hljóma kannski eins og endalaus skref af mismunandi hlutum til að setja á húðina, en athugið að það þarf kannski ekki endilega að gera alla 5 hlutina sem ég segi ykkur frá, þetta eru bara ráð um hvað mér finnst gott að hugsa um þegar veturinn kemur til að passa upp á húðina mína!

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: