SLS frítt..hvað er það?

Um daginn rakst ég á vöru sem var merkt “SLS free”, og hugsaði strax bara: nú já frábært! Ekkert SLS! Fór heim með vöruna ótrúlega sátt að vera búin að næla mér í SLS fría vöru, en svo fór ég að hugsa, veit ég eitthvað hvað SLS er? Svo ég fór í rannsóknargírinn, því eins og venjulega ef ég veit ekki eitthvað, þá reyni ég að komast að því. Eftir að hafa lesið mér til komst ég að ýmsu um þetta efni sem er skammstafað SLS.

IMG_3344

SLS er skammstöfun fyrir Sodium Lauryl Sulfate en það er efnið sem að fær sjampó og tannkrem t.d. til að freyða. Þegar ég fór að skoða innihaldslýsingarnar á sjampóinu mínu og tannkreminu komst ég að því að þau innihéldu öll SLS. Þegar ég fór svo að lesa mér til á netinu komst ég að því að SLS var upphaflega fundið upp og notað í sterk hreinsiefni og getur verið mjög ertandi fyrir húðina. Það getur leyst upp viðkvæmt fitulag sem er t.d. í hársverðinum og efst á húðinni okkar, sem gerir hana viðkvæmari fyrir ertingu. Ég fékk því pínu sjokk þegar ég komst að því að þetta væri í mjög mörgum af snyrtivörunum mínum! Í greinunum sem ég las kom allstaðar fram að auðvelt væri að ná jafnmikilli hreinsun með náttúrulegum efnum, og SLS er alls ekki nauðsynlegt. Ef ykkur langar að lesa meira um SLS þá fannst mér þessi grein mjög góð: http://www.naturalnews.com/033932_sodium_lauryl_sulfate_shampoo.html

IMG_3340

Tannkremið sem ég er að nota núna er frá Now Solutions og er algjörlega náttúrulegt tannkrem sem inniheldur ekkert SLS. Það inniheldur matarsóda, en margir hafa örugglega heyrt um þá aðferð að bursta tennurnar uppúr matarsóda til að gera þær hvítari. Ef þær eru burstaðar upp úr hreinum matarsóda getur það verið skaðlegt fyrir tennurnar því hann er mjög sterkur, svo ég mæli frekar með að nota tannkrem þar sem hann er í minna magni. Ég elska þetta tannkrem og finnst það hreinsa mjög vel, en það freyðir samt mjög lítið, sem að ég er reyndar alveg hætt að taka eftir.

IMG_3326

Það sem mér finnst kannski erfiðara að venjast er að nota SLS frítt sjampó. Ég er svo vön að nota sjampó sem freyðir mikið og finnst æðislegt að nudda hársvörðinn og fá fullt af froðu. En eftir að hafa lesið um hvað SLS er og gerir, ákvað að prófa að nota sjampó sem inniheldur ekki SLS, því ég fæ stundum ertingu í hársvörðinn og klæjar. Ég er búin að prófa nokkrar týpur af SLS fríum sjampóum en það sem mér hefur líkað langbest við er þetta sjampó frá Masterline, og ég er að nota næringuna í sömu línu líka. Þó að það innihaldi ekkert SLS freyðir það alveg aðeins, og mér finnst lyktin líka æði. Það getur tekið tíma að venjast því að nota SLS frítt sjampó, og ég viðurkenni að ég kunni alls ekki á það fyrst! Ég mæli samt algjörlega með því að gefa því séns, því þetta er eitthvað sem er alveg vert að spá í, sérstaklega ef maður er með viðkvæma húð!

xxx

Einhverjar af vörunum í þessari færslu fékk ég sem sýnishorn, en það hefur þó engin áhrif á upplýsingarnar né álit mitt á vörunum, og allt sem kemur fram í færslunni er einlægt mat höfundar.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: