Heima hjá mér: Post-it miðaveggur

Eitt af því sem ég elska eru post-it miðar..þið vitið svona minnismiðar sem eru með svona límrönd og það er hægt að líma á vegginn eða hlutina í kringum sig. Ég elska að skipuleggja og ég elska að hafa hlutina sjónrænt fyrir framan mig. Post-it miðar eru mín leið til að gera bæði í einu og áður en ég veit af er ég alltaf búin að troða post-it miðum allstaðar út um alla íbúð. Ég á það nefnilega til að gleyma hlutum, sérstaklega ef það er mikið að gera. Um daginn keypti ég pastel litaða miða í Ikea og er búin að nota þá óspart síðan. Partur af svefnherbergisveggnum mínum sem er rétt við hurðina þar sem ég fer út úr herberginu á morgnanna hefur ómeðvitað orðið staðurinn þar sem ég set flesta post-it miðana, og mér finnst það þægileg leið til að muna hvað ég þarf að gera um daginn eða í vikunni.

IMG_1644

Þegar ég skrifa hlutina niður er ég 100x líklegri til þess að muna eftir þeim..og þegar ég hef þá fyrir framan mig er ég ennþá meira líkleg til að gleyma þeim ekki. Miðaveggurinn minn er fyrsti staðurinn sem ég stoppa við á morgnanna og seinasti staðurinn sem ég kíki á á kvöldin. Ég skrifa næstum allt niður á post-it miða, eitthvað sem ég þarf að gera, eitthvað sem mig langar að gera, uppskriftir sem mér dettur í hug, hluti sem ég ætla að skoða þegar ég kem heim eða bara allt sem mér dettur í hug, allt á post-it! Sumir miðar fara kannski bara í ruslið en sumir hafa orðið að bestu hugmyndunum mínum, svo ég er alltaf óhrædd við að skrifa allt sem mér dettur í hug á þá. Mér hefur líka fundist það frábær leið til að halda utan um markmiðin mín, að skrifa þau niður á svona minnismiða, hvort sem þeir fara upp á vegg eða eru bara ofan í skúffu fyrir mig til að kíkja á.

xxx

1 Comments on “Heima hjá mér: Post-it miðaveggur”

  1. Pingback: Ég um mig: Áramótaheitin mín | gyðadröfn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: