Skref-fyrir-skref: Árshátíðarförðunar rútína

IMG_31520_fotor

Mig langaði að segja ykkur aðeins frá því hvernig ég gerði árshátíðarförðunina mína á laugardaginn skref fyrir skref. Ég tók ekki myndir skref-fyrir-skref en ég tók mynd af þeim vörum sem ég notaði, og datt í hug að segja ykkur kannski aðeins frá því í hvaða röð ég notaði þær. Þetta er því ekki beint sýnikennslufærsla heldur meira svona leiðbeiningar eða sú rútína sem ég fer oftast eftir. Ég ætla ekki að skrifa um vörurnar sjálfar í þetta skiptið heldur segja ykkur frá því hvernig ég geri oftast þegar ég er að gera förðun með svona mörgum vörum svo þessar vörur eru notaðar sem dæmi í þessari færslu!

#1 – Augnskygging

IMG_3308

Ég byrja alltaf á að mála augun mín, áður en ég set farða yfir andlitið. Mér hefur fundist það vera besta lausnin fyrir mig því ég kemst alltaf í svo mikinn gír og er algjört fiðrildi þegar ég mála mig, prófa kannski ótal mismunandi augnskugga og er alltaf að bæta við og laga, og oft enda ég með allt aðra augnskugga en ég ætlaði að nota í byrjun. Stundum falla litaörður af augnskugganum á húðina og mér finnst ómögulegt að vera alltaf að laga farðann í hvert skipti, svo ég hef vanið mig á að byrja bara á augunum og enda á húðinni. Ég notaði nokkra matta liti sem grunn, en gerði svo skygginguna sjálfa með litum sem eru aðeins sanseraðir, eins og þessir hérna á myndinni frá L’oreal.

#2 – Eyeliner og maskari

IMG_3309

Þegar ég er búin að gera skygginguna mína geri ég eyeliner línuna mína. Ef ég er að gera áberandi eyeliner finnst mér þægilegt að nota stífari túss eins og þennan efst á myndinni frá Maybelline, en ég nota samt eiginlega alltaf Superliner, eða einhvern sem er álíka mjúkur, til að móta línuna í byrjun. Þegar línan var tilbúin setti ég á mig gerviaugnhár, og kláraði svo augnförðunina með því að setja á mig maskara.

#3 – Farði

IMG_3311

Þegar augnförðunin er tilbúin byrja ég á húðinni. Ég notaði ekki primer í þetta skiptið, heldur bar ég bara YSL farðann beint á húðina, og nota svo buffing burstann í púðrið mitt til þess að matta aðeins þau svæði sem ég vil, aðallega á enninu og hökunni.

#4 – Skygging/Highlight

IMG_3313

Þegar ég er búin að fá áferðina sem ég vildi á húðina byrjaði ég að skyggja/highlighta. Mér finnst þægilegt að nota stærsta burstann úr silvurlitaða Nic’s Pick’s settinu í sólarpúðrið mitt, þó hann sé eiginlega ætlaður í farða. Ég skyggði undir kinnbeinin og notaði Lumi pennann á þá staði þar sem ég vildi meiri ljóma, undir augun og rétt framan á nefið.

#5 – Fíniseringar og varir

IMG_3314

Þegar ég er búin að skyggja nota ég setting bursta og púðrið til þess að gera seinustu fíníseringar á húðinni, og klára svo förðunina með því að skella á mig glossi.

Þetta er svona nokkurnveginn rútínan sem ég fylgi oftast, og mér hefur fundist vera sú þægilegasta fyrir mig!

xxx

2 Comments on “Skref-fyrir-skref: Árshátíðarförðunar rútína”

  1. gætiru gert post um hvaða blogg þú fylgist mest með plís plís 😀 það er svo gaman að lesa hvað aðrir fylgjast með ❤

    Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: