Dagbókin: Árshátíðar vikan

í gær fór ég á árshátíð..þá dugar sko ekkert minna en 5 daga fegurðarprógramm dagana áður!! Djók. Maður getur alveg farið á árshátíð ef maður á fínann kjól og smá varalit. Margar konur nota hinsvegar árshátíð sem afsökun til þess að gera extra mikið fyrir sjálfa sig og vera extra fínar, og það finnst mér æði! Árshátíðar-seasonið finnst mér vera einn skemmtilegasti tími ársins (á eftir jólunum) og ég elska að gera mig fína svo auðvitað nota ég árshátíðar-afsökunina fyrir allskonar dekri. Þar sem að ég var einnig partur af því að skipuleggja árshátíðina sem ég fór á, nýtti ég mér lausann tíma í vikunni fyrir hana til að undirbúa mig. Fyrir uppteknar dekurrófur er þetta fínasta aðgerðaráætlun fyrir fullkomið árshátíðarlúkk!

IMG_3242

Mánudagur: Húðhreinsun. Á mánudaginn byrjaði ég undirbúninginn á því að hreinsa húðina mína og losa hana við óhreinindi. Það er mikilvægt að gera þetta snemma í vikunni til að hafa nokkra daga til þess að leyfa húðinni að klára hreinsunina sjálf. Mér finnst frábært að setja heitt vatn í skál, annaðhvort heitasta vatnið úr krananum eða úr hraðsuðukatli, og setja 2-3 dropa af tea tree olíu útí. Svo set ég andlitið fyrir ofan skálina og breiði handklæði yfir hausinn og skálina, og leyfi gufunni að opna svitaholurnar. Tea tree olía er frábær til að hreinsa húðina en það þarf að passa ofsalega vel hvernig hún er notuð, því hún er mjög sterk ef hún er ekki blönduð. Ég er ekki með feita húð en finnst samt frábært að nota hana í heitt vatn því hún hreinsar svo vel og er sýkladrepandi, og þá snertir hún ekki andlitið. Mín er frá Now Solutions eins og hinar ilmkjarnaolíurnar mínar og er 100% hrein.

IMG_9894

Þriðjudagur: Augabrúnir mótaðar. Á þriðjudaginn litaði ég og mótaði brúnirnar mínar. Ef þig langar að lita á þér hárið er þriðjudagurinn líka tilvalinn til þess. Ég lita mínar brúnir yfirleitt alltaf sjálf, og kaupi lit og festi og blanda sjálf. Þægilegast leiðin til þess að móta þær finnst mér vera að nota vaxpennann frá Veet (hef áður skrifað um hann hér: https://gydadrofn.com/2014/07/21/vaxpenni-sem-vaxar-augabrunir-i-einum-graenum/ ) og vaxa brúnirnar mínar.

IMG_3239

Miðvikudagur: Rakstur eða vax. Miðvikudagskvöldið notaði ég til þess að losa mig við óæskileg líkamshár sem eiga kannski ekki vel við árshátíðardressið. Ég vaxa öll hár sem ég vill losna við, en leggina mína raka ég alltaf. Ég er nefnilega með frekar fá hár og mér finnst það alltaf svo mikil sóun á vaxi að bera það á svona stórt svæði fyrir svona fá hár.

IMG_9554

Fimmtudagur: Brúnka. Dagurinn eftir raksturinn er tilvalinn til þess að bera á sig brúnku ef maður ætlar hafa svoleiðis á árshátíðinni. Þá eru líka tveir dagar til að leyfa litnum að jafna sig ef hann verður of dökkur eða flekkóttur. Ég nota brúnkumússuna á myndinni fyrir ofan (færsla hér: https://gydadrofn.com/2014/07/11/ad-missa-mig-yfir-mussum/ ) og finnst hún vera ein sú allra þægilegasta í notkun. Það er líka svo auðvelt að byggja upp litinn með henni að það er minni hætta á að maður verði óvart eins og Ross í Friends þegar hann fór í brúnkusprautun, ef þið munið eftir því atriði.

IMG_8273

Föstudagur: Naglalökkun. Á föstudaginn fór ég yfir hvort að það væri nú örugglega ekki allt tilbúið fyrir morgundaginn og setti á mig fallegt naglalakk. Þemað á minni árshátíð var “Candyworld” svo ég valdi mér þennan fallega pastel grænbláa lit sem er í miklu uppáhaldi. Hann er frá L’oreal og er númer 602.

IMG_31520_fotor

Laugardagur: Árshátíð. Laugardagurinn fór svo í að gera mig fína og sæta fyrir kvöldið. Eins og ég sagði áður var Candyworld þema svo ég valdi mér gulann kjól, sem mér fannst smellpassa við tilefnið. Ég ákvað að hafa förðunina frekar basic og gerði brúntóna/bronze skyggingu og vængjaðann eyeliner. Ljósið heima hjá mér er alls ekki nógu gott svo ég náði ekki betri myndum af förðuninni sjálfri. Ég þyrfti eiginlega að fara að eignast einhverskonar mini-ljósmyndastudio með ljósum til þess að geta sýnt ykkur almennilegar förðunarmyndir, það er allavega komið á óskalistann!

xxx

5 Comments on “Dagbókin: Árshátíðar vikan”

  1. Takk fyrir það! Þau eru frá Depend og fást í Hagkaup, og eru svona hálf lengja, semsagt bara fyrir ytri partinn af augnlokinu. Það eru til tvær tegundir af svona hálflengjum og þessi eru númer 2, sem er lengri týpan, komu mjög vel út og auðvelt að setja þau á þegar lengjan er svona stutt 🙂

    Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: