Vetrar Wish List..

Ég er búin að vera svo dugleg að kaupa seinustu mánuði að ég hef bara tæmt hvern óskalistann á fætur öðrum. Það er samt úr nógu að velja og hér eru nokkrir hlutir sem ég myndi vilja eignast helst í gær!

mermaidperfume7

Eitt af því sem mig er búið að langa í í margar vikur er þetta sjampó sem ég rakst á á Pinterest um daginn. Mér finnst umbúðirnar svo ótrúlega fallegar og umsagnirnar eru mjög góðar. Mér finnst nafnið frábært og það fær mig algjörlega til að líða eins og ég þurfi að eignast þetta sjampó, hverjum langar ekki í sítt og fallegt hár eins og hafmeyja? Merkið heitir Mermaid Perfume og ég veit að það fæst til dæmis í Urban Outfitters.

iphone-6-gold-back

Nýji iPhone 6 er á leiðinni til landsins og er sennilega það sem mig langar allra mest að eignast þessa dagana. Ég nota minn 5S til að taka allar myndirnar fyrir bloggið mitt svo hann myndi svo sannarlega nýtast vel. Mér finnst líka gyllti liturinn svo ofboðslega fallegur og hönnunin er sú allra fallegasta hingað til.

IMG_3133

Ég er búin að vera að fylgjast með undirfatamerki á Instagram sem heitir Gooseberry Intimates (@gooseberryintimates) í nokkra mánuði og mér finnst undirfötin þeirra alveg sérlega falleg og ég gæfi mikið til að eignast falleg undirföt frá þeim!

s1615186-main-zoom

Merkið Anastasia er á leið til landsins og ég er alveg sérlega spennt. Það fyrsta sem ég ætla næla mér í þegar merkið kemur er þessi countor palletta, mig er búið að vanta fallega countor palletu svo lengi og ég hef séð svo ótrúlega góðar umsagnir um þessa..get ekki beðið eftir að eigna mér hana þegar hún kemur!

plateau-corbeille-wire-ferm-living-noir-2

Svona vírkörfuborð frá Ferm Living er líka mjög ofarlega. Það fæst í Hrím hönnunarhús og er til í nokkrum litum, og svo er hægt að fá mismunandi plötur ofaná. Ótrúlega falleg karfa sem er hægt að nota sem dásamlegt stofuborð eða hliðarborð..verð bara að fá það!

xxx

2 Comments on “Vetrar Wish List..”

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: