Uppskrift: Dásamlegt augnkrem fyrir þurr og bólgin augu

Seinustu vikur er ég búin að vera með mjög þurr og bólgin augu. Ég er búin að gera endalausar tilraunir með mismunandi augnkrem og olíur en aldrei fundið akkúrat eitthvað sem bjargar augunum mínum. Seint í gærkvöldi datt ég niður á þessa dásamlegu uppskrift af augnkremi, og ég get bara ekki beðið með að deila henni!

IMG_2611

Augnkremið inniheldur E-olíu sem að ég hef áður sagt ykkur að ég noti fyrir augun mín. Helsta vandamálið við að nota hana hreina er að mér finnst ég alltaf spreða henni svo mikið þegar ég er að setja hana á mig. Hún er mjög þykk, svo það er erfitt að taka eins lítið magn og maður þarf fyrir tvö augu, svo ég enda alltaf á því að bera hana á einhvern stað sem þarf ekkert á henni að halda, eða jafnvel skola hana af mér. Með því að blanda henni við önnur innihaldsefni og burðarolíu í þessu kremi verður mun auðveldara að nota hana! Mín E-olía er frá Now Solutions og er 100% náttúruleg og hrein, og kemur með dropateljara sem er mjög þægilegt.

IMG_3097

Eins og ég hef áður sagt ykkur eru margir sem nota kókosolíu til þess að hreinsa augnfarða eða nota sem áburð í kringum augu. Það sem að mér hefur alltaf fundist óþægilegt við það er í fyrsta lagi að kókosolía er svo þétt í sér, að það getur verið erfitt að ná réttu magni af henni til að bera á augun, eins og með E-olíuna. Í öðru lagi finnst mér hún líka leka svo mikið inn í augun mín, sem er örugglega útaf því að ég set alltaf of mikið, en ég næ bara ekki að taka minni bút. Með því að bræða hana fyrst eins og ég geri í þessari uppskrift, og blanda henni saman við aðrar olíur, verður hún meira eins og krem og ekki jafn þétt. Innihaldsefnin eru þessar þrjár frábæru olíur, en fremsta olían er ilmkjarnaolía með mjög sérstakri blöndu.

IMG_3109

Hún heitir “Peaceful Sleap” og er frá Now Solutions. Ilmkjarnaolíur eru það sem heita á ensku “essential oils”. Mér fannst þetta alltaf svo skrítið orð því ef ég reyndi að þýða það beint þýðir það eiginlega “nauðsynlegar olíur”. Ég tók því alltaf sem þetta væru þá nauðsynlegar olíur fyrir alla, og fékk pínu panikk yfir því afhverju ég væri þá ekki að nota þær, ef þær væru algjörlega nauðsynlegar. Við nánari athugun komst ég að því að “essential” stendur fyrir það að þær innihalda kjarnann af lyktinni sem er einkennandi fyrir það efni sem þær eru unnar úr og eru semsagt nauðsynlegar til að aðgreina efni á lykt. Þær eru “concentreraðar”  eða “einangraðar”, og hafa því hátt gildi ilmefna á móti öðrum burðarefnum sem að bera lyktina. Þessi ilmkjarnaolía sem ég nota hér inniheldur blöndu af ilmum sem virka róandi fyrir skynfærin okkar, og svo eru t.d. lavander og kamilla bæði róandi og sefandi fyrir húðina. Eins og með allar ilmkjarnaolíur þá þarf maður að nota mjög lítið magn, útaf því að þær eru svo einangraðar.

IMG_3123

Það er ekki nauðsynlegt að nota akkúrat þessa ilmkjarnaolíu í þetta augnkrem, en ég mæli samt algjörlega með að prófa hana. Lyktin er algjörlega dásamleg þegar hún blandast við sætu lyktina af kókosolíunni og ég get eiginlega ekki hætt að þefa af augnkreminu mínu. Hún er líka góð fyrir húðina í kringum augun, svo ef þið ætlið að skipta henni út þurfið þið að passa alveg ótrúlega vel hvaða olíu þið veljið. Ég og vinkona mín erum að vinna í að útbúa einhverskonar kerti með sömu ilmum og eru í þessu kremi, svo góð er lyktin. Það er ekkert betra en að þvo af sér augnfarðann á kvöldin og setja svo þessa róandi blöndu á augnsvæðið, algjörlega dásamlegt dekur-móment.

IMG_3130

Uppskriftin er svona:

1 msk. kókosolía

3-4 dropar E-vítamín olía

1-2 dropar Peaceful Sleap ilmkjarnaolía

Byrjið á að bræða kókosolíuna alveg í örbylgjuofni eða vatnsbaði í hreinni skál eða krukku. Ég stillti minn örbylgjuofn á 30. sek og það var akkúrat fullkominn tími til að bræða olíuna og hita hana aðeins. Bætið næst við hana E-vítamín olíu og ilmkjarnaolíu og hrærið aðeins saman. Setjið svo kremið inn í ísskáp í 30-60 mínútur, eða þangað til olían hefur sest og er orðin að kremi. Það þarf ekki að geyma kremið í ísskáp, og það geymist langbest í lokaðri krukku við stofuhita, og er þá nógu mjúkt til að nota beint á augun.

xxx

3 Comments on “Uppskrift: Dásamlegt augnkrem fyrir þurr og bólgin augu”

    • Hæhæ! Já Now Solutions fást í Hagkaup Kringlu, Smáralind og Garðabæ, Lifandi Markaði, Blómaval, Fjarðarkaup og apótekum á höfuðborgarsvæðinu 🙂 Þeir eru með báðar olíurnar sem ég skrifa um hér og líka avocado olíuna 🙂

      Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: