Svart/Fjólublátt

Um seinustu helgi fór ég til Akureyrar í heimsókn. Það er alltaf svo ótrúlega gott að koma heim og slaka aðeins á. Það var samt alveg ótrúlega skrítið að koma heim og vera samt ekki heima hjá sér! Eins og þið hafið kannski séð á blogginu þá á ég mjög erfitt með að pakka lítið, og ég ferðast alltaf með nóg af dóti fyrir þriggja vikna afríku-suðurpólsferð þó ég sé bara að fara til Akureyrar í þrjá daga. Ég var auðvitað ekki lengi að dreifa úr dótinu mínu þegar ég kom heim, og hertók til dæmis kommmóðu inni hjá systur minni undir snyrtidótið mitt. Þegar ég var að mála mig tók ég eftir því að virtist vera ákveðið litaþema í snyrtidótinu mínu um þessar mundir og stóðst ekki mátið að smella mynd.

IMG_3029

Það sem er fjólublátt á myndinni er Urban Decay augnskuggaprimerinn sem ég nota alltaf, So Couture maskarinn minn frá L’oreal sem hættir bara ekki að vera í uppáhaldi, BB púðrið frá L’oreal sem ég á alltaf til, og fjólubláu Real Techniques burstarnir. Svörtu hlutirnir eru Grandiose maskarinn frá Lancome, Superliner frá L’oreal, Encre de Peu farðinn frá YSL og Master Graphic frá Maybelline.

Nú hugsar kannski einhver: en til hvers er hún með tvo maskara á borðinu í einu? Eða tvo eyeliner túspenna? Mér finnst alltaf jafn dúllulegt þegar ég heyri konur tala um “meikið sitt” og “maskarann sinn”. Ég á við það lúxus vandamál að stríða að eiga alltof mikið af snyrtidóti og er alltaf með 10 mismunandi útgáfur af sama hlutnum í gangi og get örugglega aldrei notað orðið “maskarinn minn” í eintölu..kannski einn daginn!

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: