Nýjungar: Master Graphic Eyeliner
Nýlega kom á markað nýr eyeliner túss frá Maybelline sem heitir Master Graphic Eyeliner. Ég fékk að prófa hann í seinustu viku, og þar sem ég er eyeliner-fan #1, langaði mig að segja ykkur frá þessum. Eins og þið örugglega vitið nota ég blautan eyeliner á nánast hverjum degi, og ég hef komist upp á lag með að nota túss í pennaformi. Finnst það langþægilegasta og fljótlegasta lausnin, svo ég er alltaf ótrúlega spennt að prófa þegar það koma nýjir tússpennar á markað. Eins og ég sagði ykkur frá í færslunni um L’oreal Superliner tússinn (hér: https://gydadrofn.com/2014/09/11/eg-elska-1-mest-notada-snyrtivaran/ ), þá er hann mest notaði tússinn minn og ég get ekki verið án hans. Þessi hér kemur samt klárlega sterkur inn ef mann langar að gera ennþá meira áberandi þykkan eyeliner!
Munurinn á þessum hér og Superliner liggur aðallega í oddinum. Oddurinn á Superliner er mjúkur og gefur eftir, á meðan að þessi er alveg stífur og skáskorinn. Hann hentar þessvegna alveg ótrúlega vel ef þið eruð að gera áberandi þykka línu sem þið viljið að sé mjög afmörkuð, og til að teikna áberandi væng. Mörgum finnst kannski þægilegra að nota odd sem gefur ekki eftir, og það er líkara því að teikna með venjulegum túss á blað.
Þessi er til alveg tilvalinn ef þið eruð að gera 60’s förðun í anda twiggy. Það er hægt að nota hann til að gera svörtu línuna sem hún er með fyrir ofan augnlokið með því að teikna með honum beint í globus línuna. Margar stelpur eru til dæmis að nota sér þetta look á Halloween sem er síðar í mánuðinum, svona þetta “dúkku-lúkk”, og þá mæli ég með að fjárfesta í þessum!
Hér er ég að nota þennan til að gera línuna mína extra þykka, og vænginn áberandi. Ég hef líka notað hann til að gera þynnri línu og það er mjög auðvelt að gera bæði, en mér finnst hann samt henta betur í að gera þykkri línu.
xxx
Vöruna í þessari færslu fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó ekki áhrif á álit mitt á vörunni og ég set ávallt fram hreinskilið og einlægt mat.