Að missa mig yfir: Svartar latex-neglur

IMG_0017

Ohh ég er svo mikið að missa mig yfir þessu nýja naglalakki frá L’oreal..mögulega flottasta svarta naglalakk sem ég hef prófað! Ég hef alltaf verið mikill áðdáandi þessara litlu L’oreal naglalakka, finnst þau svo sniðug þar sem ég klára aldrei naglalökkin mín. Er yfirleitt löngu komin með leið á litnum áður en ég næ að klára stórt glas. Burstinn á þeim er líka sérlega þægilegur og ég næ að fara yfir alla nöglina í einni stroku, og er því alveg ótrúlega fljót að skella á mig.

IMG_00140_fotor

Ég hef áður sagt ykkur að ég þoli ekki dökk naglalökk, og er yfirleitt alltaf með frekar ljósa liti á nöglunum. Ég geri þó undantekningu þegar kemur að svörtum naglalökkum og mér finnst þau vera svolítið öðruvísi en aðrir dökkir litir. Að vera með svart naglalakk er svo mikið “statement” eitthvað, og gerir mikið fyrir heildarlúkkið. Ég er algjörlega ástfangin af þessu svarta naglalakki sem er númer 895 og heitir “Latex Effect”. Það er eins og svart latex í fljótandi formi sem er hægt að bera á neglurnar, og mér finnst ég alveg extra mikill töffari þegar ég set það á mig.

IMG_0018

Ég bar á mig tvær umferðir og útkoman er alveg þekjandi, glansandi, extra kúl svört áferð, ég er ekki með neitt yfirlakk, bara svarta lakkið. Þetta er klárlega must-have fyrir ykkur sem eruð pínu töffarar í ykkur. Þó að ég sé það alls ekki þá langar mig stundum að reyna það og þá tek ég af mér barbí-bleika naglalakkið og skelli þessu á mig, svei mér þá ef þetta kemur mér ekki bara hálfa leið í töffaratýpuna! Þið getið nælt ykkur í það í L’oreal naglalakkastöndum í Hagkaup, apótekum og fleiri stöðum sem selja L’oreal!

xxx

Vöruna í þessari færslu fékk ég sem sýnishorn. Það hefur þó ekki áhrif á álit mitt og ég set ávallt fram hreinskilna og einlæga umfjöllun á vörum sem ég prófa.

2 Comments on “Að missa mig yfir: Svartar latex-neglur”

  1. Pingback: Neglur: Styrking fyrir lengri og betri náttúrulegar neglur! | gyðadröfn

  2. Pingback: Neglur: Styrking fyrir lengri og betri náttúrulegar neglur! | Gyða Dröfn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: