Að missa mig yfir: Color Drama Velvet Lipliner
Eitt umtalaðasta förðunartrend seinustu mánaða er án efa varirnar hennar Kylie Jenner. Yngsta Kardashian systirin er dugleg að posta myndum af sér á Instagram þar sem hún er oft með mjög kúl varalit, sem er yfirleitt frekar ‘nude’ á litinn og mattur. Um daginn eignaðist snyrtiveskið mitt nýjann meðlim sem mér finnst akkúrat fullkominn til að ná þessu lúkki.
Varan er nýr varablýantur frá Maybelline, sem heitir Color Drama Velvet Lipliner. Þetta er mjúkur breiður varablýantur sem er ótrúlega auðvelt að nota yfir allar varirnar sem varalit, með mattri flauelsmjúkri áferð. Það komu 6 litir en allra mesta uppáhaldið mitt er þessi hér, nr.630 og heitir ‘Nude Perfection’.
Liturinn er brúntóna nude litur, sem mér finnst vera fullkominn til að ná Kylie Jenner lúkkinu. Til að áferðin verði falleg finnst mér mikilvægt að skrúbba varirnar fyrst með mjúkum tannbursta eða grófum þvottapoka, svo þær séu ekkert þurrar. Svo bara teikna ég útlínur varanna með blýantinum og lita svo inn í. Það er ekkert mál að lita þær allar því hann er svo breiður og maður er enga stund að fylla inní. Hann helst ótrúlega vel á, og mér finnst hann haldast miklu betur en venjulegur varalitur. Það sem að mér finnst mesta snilldin er áferðin, ég hef ekki fundið neinn annan varablýant eða varalit sem gefur mér þessa möttu flottu flauelsmjúku áferð. Mæli svo sannarlega með að tékka á þessum, hinir litirnir eru líka ótrúlega flottir og það er til dæmis til skærbleikur, rauður og plómulitaður!
xxx
Vöruna í þessari færslu fékk ég sem sýnishorn. Það hefur þó ekki áhrif á álit mitt og ég set ávallt fram hreinskilna og einlæga skoðun mína.
Pingback: 5 uppáhalds í nóvember! | gyðadröfn