5 uppáhalds í september!
Önnur mánaðarmótin í röð sem ég steingleymi uppáhalds flokknum mínum..en við látum það ekki á okkur fá og hérna eru 5 snyrtivörur sem voru í lykilhlutverki í snyrtiveskinu mínu í september!
Sigurvegarinn í maskaraeinvíginu í snyrtiveskinu mínu, Grandiose frá Lancome var mest notaði masakarinn í seinasta mánuði. Loksins fékk So Couture maskarinn minn frá L’oreal frí, og er klárlega kominn með verðugan keppinaut. Þessi gefur mér ótrúlega góða lengd og brettir augnhárin mín vel upp (færsla um hann hér: https://gydadrofn.com/2014/09/25/maskaraeinvigid-mikla-lancome-grandiose-vs-benefit-theyre-real/ ).
Mest notaði farðinn seinustu vikur er þessi hér, Le Teint Encre de Peu frá Yves Saint Laurent. Hann er algjör snilld og hentar mér ótrúlega vel, og helst eins frá morgni og fram á kvöld (ítarlegri færsla hér: https://gydadrofn.com/2014/09/30/ad-missa-mig-yfir-encre-de-peu/ )
Ég var alveg óendanlega spennt yfir komu nýja burstasettsins frá Real Techniques til landsins, en það heitir Nic’s Picks og inniheldur 5 silvurlitaða bursta. Þessi bursti er klárlega orðinn uppáhalds, og mér finnst algjörlega þess virði að eignast settið bara til að missa ekki af þessum! Hann heitir Cheek Brush og ég nota hann mest í kinnalitinn minn. Færsla um burstasettið hér: https://gydadrofn.com/2014/10/01/their-eru-komnir-nics-picks/ .
Þessi augabrúnatúss er varla búinn að fá frí seinasta mánuðinn, enda finnst mér hann algjör snilld til að fylla inn í augabrúnirnar mínar og móta þær. Hann er frá Artdeco og þú getur lesið betur um hann hér: https://gydadrofn.com/2014/09/16/ad-missa-mig-yfir-augabrunatuss-fra-artdeco/ .
Þetta sólarpúður frá L’oreal er búið að vera mest notaða sólarpúðrið mitt í nokkrar vikur núna. Það er ótrúlega fallegt í skyggingar, og svo er líka hægt að nota stórann bursta og bera það á stærri svæði, til dæmis á bringunni. Það fæst í tvem litum og ég á þá báða, og nota ljósari litinn meira hversdags, en hinn þegar ég vill fá meiri skyggingu, til dæmis þegar ég er á leiðinni eitthvað út.
xxx