Útlitið: Olíurnar mínar

Þið sem lesið reglulega hafið alveg örugglega tekið eftir því að ég er mikill aðdáandi hinna ýmsu olía og nota þær í endalaust margt. Ég trúi svo mikið á olíur og finnst þær algjörlega lífsnauðsynlegar. Ég nota bæði lífrænar, náttúrulegar olíur og “tilbúnar” olíur, en mig langaði að sýna ykkur 5 olíur sem flestir myndu halda að ættu heima í eldhúsinu, og segja ykkur aðeins frá því hvernig ég nota þær.Olíurnar 5 eru allar ólíkar með sína kosti og galla, og mismunandi notagildi. Það er alls ekki alltaf hægt að skipta einni olíu út fyrir aðra, það fer eftir því í hvað ég ætla að nota þær hvaða olíur ég vel. Þessar olíur eru til dæmis allar mjög mismunandi þykkar og virka því á mismunandi hátt fyrir húðina okkar eða hárið.

IMG_2597

Eitt af því sem fólk talar mjög oft um í sambandi við olíur, er að þær eigi ekki að nota á feita húð. Ég er alls ekki sammála þessu því að mér finnst það meika meira sens að ef að húðin framleiðir of mikið af olíu, sé hún að bregðast við ástandi þar sem hún fær ekki nóg af olíu. Með því að setja olíu á hana fer hún smám saman að draga úr olíuframleiðslunni og jafna sig. Þessvegna hvet ég fólk alltaf til að vera óhrætt við olíurnar, hvort sem það er með þurra eða feita húð. Húðumhirða snýst samt auðvitað alltaf um að finna það sem hentar hverjum og einum, en olíurnar hafa allavega gert kraftaverk fyrir mig!

IMG_2603

Fyrsta olían er örugglega algengust og ódýrust, og til á langflestum heimilum, ólívuolía. Hún er örugglega líka mest notaða olían mín, því ég nota hana sem grunn í svo margt. Hún er frekar þunn og þessvegna finnst mér oft þægilegt að blanda einhverjum af hinum olíunum saman við ólívuolíu ef ég ætla að búa til eitthvað sem á kannski að t.d. bera í hár eða á líkamann. Ein vinsælasta færslan frá upphafi á blogginu er sítrónuskrúbburinn minn, og í honum er einmitt ólívuolía í grunninn. Hún inniheldur líka andoxunarefni sem vinna gegn öldrun og er þessvegna frábær grunnur í andlitsmaska, og heit ólívuolía er snilld í hárið. Ef þið ætlið bara að kaupa eina olíu, þá er ólívuolía málið.

IMG_2606

Næst þekktasta olían er örugglega kókosolían. Hana nota margir sem hreinsi eða krem, enda er hún sótthreinsandi og mjög nærandi. Við stofuhita eða kaldari er hún hvít og þykk en ef hún er hituð eða stendur á heitum stað verður hún glær og fljótandi. Það er hægt að nota kókosolíu á svo óendanlega marga vegu, sem farðahreinsi, augnkrem, sem grunn í skrúbba eða í hárið. Ég geymi mína kókosolíu alltaf inní skáp, ekki ísskáp, því ég vil hafa hana mjúka þegar ég þarf á henni að halda. Ekki hafa áhyggjur þó að krukkan ykkar hitni og hún bráðni og verði fljótandi, hún þykknar aftur þegar hún kólnar!

IMG_2605

Þriðja olían er kannski sú olía sem kemur flestum mest á óvart. Laxerolíu þekkjum við sem eitthvað allt annað en fegurðarsmyrsl, en hún er nefnilega frábær í akkúrat það! Hún er snilld fyrir hárið og ég ber hana á augnhárin mín og augabrúnir, og nota hana í hármaska, til að auka hárvöxt og gefa þykkra og fallegra hár. Hún er alveg súper næringarrík og eykur blóðflæði, sem að gerir það að verkum að hárið vex hraðar. Hún er mjög þykk, eiginlega eins og sýróp, og mér finnst oft gott að hita hana ef ég ætla til dæmis að bera hana í allt hárið. Ég nota hana líka ef ég er með þurra bletti á húðinni eða aðra litla bletti sem þurfa extra næringu.

IMG_2604

Avocado olían er nýjasta olían í skápnum mínum en eins og þið eruð sennilega búin að átta ykkur á, þá elska ég avocado og lofsyng það við hvert tækifæri. Avocado olían er álíka jafn þunn ólívuolían, og nýtist þessvegna á marga vegu. Hún blandast líka mjög vel við ólívuolíu og það er frábært að blanda þeim tvem saman sem grunn í hármaska, líkamsskrúbb eða fleira. Ef að þið skoðuðuð uppskriftina af heimagerða augnhreinsinum sem ég setti inn um daginn sáuð þið að ég nota avocado olíu og kókosvatn blandað saman tll að hreinsa augnfarðann minn, og finnst það frábært og nærandi fyrir húðina umhverfis augun mín. Avocado olía fæst í heilsu- og matvörubúðum eins og Hagkaup í olíudeildinni, og svo fæst hún líka frá merkinu Now Solutions í Hagkaup Kringlunni og Smáralind, og apótekum. Ef ykkur langar að nota olíuna beint úr avocadoinu þá getið þið tekið hýðið sem þið mynduð annars henda, og nuddað innanverða partinum við húðina. Þannig losið þið út avocado olíu sem er í hýðinu og nýtið það sem annars færi í ruslið!

IMG_2607

Seinasta olían er E-vítamín olía, en hana elska ég fyrir augun mín! Ef þið lesið einhverntímann á umbúðir og innihaldslýsingar á kremum og hreinsum þá hafið þið örugglega oft séð E-vítamín olíu nefnda, enda er hún frábær til að græða og mýkja húðina. Hún er alveg ótrúlega þykk og næringarrík, meirasegja þykkri en laxerolía, svo að hún hentar kannski ekki til að bera yfir allt andlitið eða nota sem krem, frekar að nota nokkra dropa með öðrum olíum í maska eða sem krem á minni svæði, til dæmis augun! Ég ber hana undir augun mín og við augnlokin á hverju kvöldi og finnst hún frábær sem augnkrem. Ég nota hana líka til að búa til heimatilbúnar augnskífur, sem ég mun gefa ykkur uppskrift af von bráðar. E-vítamín olía er líka frábær á slit og ör, og hefur verið mikið notuð af óléttum konum á bumbuna sína, til að minnka líkur á slitförum. Þið getið keypt hreina E-vítamín olíu í litlum flöskum í apótekum og heilsubúðum, og svo fæst hún frá merkinu Now Solutions í Hagkaup Kringlu og Smáralind, og apótekum. Ef þið finnið ekki hreina E-vítamín olíu er hægt að kaupa E-vítamín belgi til inntöku (eins og lýsisbelgi), sprengja þá og kreista olíuna út. Þá þarf bara að passa að þið kaupið örugglega belgi sem innihalda bara hreina olíu, og að vera með sótthreinsaða nál þegar þið stingið gat á þá.

Áfram olíur!

xxx

1 Comments on “Útlitið: Olíurnar mínar”

  1. Pingback: Heilsa: Hvað er oil-pulling? | gyðadröfn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: