Dagbókin: Kósý-vikan ógurlega

Þessi dagbók verður mjög heimilisleg og krúttleg. Ég er nefnilega búin að vera á haus í skólavinnu í seinustu viku, endalaus próf og verkefnaskil í gangi, og ofan á það bættist svo veðrið sem gerði vikuna ekki beint auðveldari. Þar sem að mig langar að hafa dagbókina mína frekar persónulega og endurspegla lífið mitt ætla ég bara að sýna ykkur akkúrat það sem seinasta vikan mín snerist um, kósý-föt og kósý kúr daga mánudag-laugardags!

IMG_0002

Mánudagur: Á mánudaginn var ég í nýju skyrtunni minni sem ég fékk í Vero Moda fyrir seinustu helgi (vonandi munið þið ekki eftir því sem ég sagði í seinasta kaupjátningabloggi (þetta með að kortið væri komiði í frí)). Hún er úr YAS línunni og er núna strax orðin allra mesta uppáhalds. Ég var búin að vera að leita að svona röndóttri “afaskyrtu” sem væri fallega sniðin, og nógu síð til að ég geti verið í sokkabuxum eða leggings við fyrir extra mikil kósýheit. Þessi er fullkomin, efnið er fáránlega mjúkt og teygjust og svo er hún líka með vösum!

IMG_0001

Þriðjudagur: Meðleigjandinn minn náði þessari fyndnu mynd af mér á Þriðjudaginn. Hún er stundum eins og David Attenborough að smella myndum af mér í mínu náttúrulega umhverfi og þessi mynd eiginlega gæti ekki lýst heimastílnum mínum betur. Ég er alveg ótrúlega oft í þessum kimono heima, og alltaf með þykkan þægilegan klút við. Þennan bolla fékk ég í Indiska í fyrra og þetta er uppáhalds te-bollinn minn, hann er nefnilega svo stór að ég get fengið eins mikið te og mögulega hægt er þegar ég bý til te í honum!

IMG_2298

Miðvikudagur: Á miðvikudaginn lét sólin aðeins rétt sjá sig í hádeginu, en ég skellti mér á Local og er að gæða mér á möndlubitanum þeirra á myndinni. Ég er í stóru, ljósu gollunni minni sem ég hef áður sýnt ykkur, en ég fékk hana í Zöru í byrjun haustsins. Hún er sjúklega þægileg og ótrúlega mikið kósý í skólann eða bara til að skreppa og fá sér salat. Ég er í síðum svörtum langermabol og munstruðum sokkabuxum við og að sjálfsögðu með klút um hálsinn!

IMG_2359_fotor

Fimmtudagur: Ég kósý-aði alveg yfir mig á fimmtudaginn. Þið hafið kannski tekið eftir því að ég er alltaf í þessum bangsaskóm, ég bara elska að vera í þeim þegar ég er að brasa heima! Þeir eru úr Primark og eru ótrúlega mjúkir og hlýjir, og svo eru þeir líka extra krúttlegir. Ég sá svipaða kósý-inniskó í Ikea í vikunni, þeir voru reyndar ekki með bangsaeyrum en þjóna sama tilgangi samt. Peysan er ofur-kósý en er því miður ekki mín eign heldur stal ég henni af meðleigjanda mínum. Hún er úr HM og er svo falleg svona gróf og með þykkum kraga. Svörtu buxurnar eru svartar teygjanlegar hlaupabuxur svo það má svo sannarlega segja að þetta hafi verið ofur-kósý dagur!

IMG_0035_fotor

Föstudagur/Laugardagur: Veðrið bara kallaði á kósý-inniveru outfit og ég fór og nældi mér í þessa æðisslegu peysu í Vila á laugardaginn (aftur: vonandi munið þið ekki eftir því sem ég sagði í seinasta kaupjátninga-bloggi), og bara stóðst ekki mátið að vera í henni allann daginn. Hún var til í tvem litum, þessum ljósa og dekkri lit, og kostaði 9.990 kr. Hún er æði og ég á eftir að nota hana alveg ótrúlega mikið í vetur! Buxurnar eru úr Zöru en ég keypti þær fyrir svona 2 árum og hef notað þær mikið síðan þá. Þær eru mjög kósý, úr þunnu efni og frekar víðar, en með skálmum sem mjókka niður, elska þær!

Það sem er framundan í næstu viku er safakúr mánudag, þriðjudag og miðvikudag (taka 2) en í þetta skiptið er ég búin að panta mér djúspakka á Gló, svo ég þurfi ekki að vera að standa í að búa til alla djúsana sjálf. Meira af því síðar!

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: