Myndablogg: September á Instagram

Haustmyndir á Instagram..

IMG_0028

Einn sunnudag í september mánuði útbjuggum ég og vinkona mín brunch fyrir frænkur hennar, ætla klárlega að hafa sunnudagsbrunch fastann lið í vetur!

IMG_2153

Veðrið er svo sannarlega ekki búið að leika við okkur borgarbúana seinustu vikur og á mánudaginn seinasta var stormur, með tilheyrandi rigningu og roki, og þá dugar ekkert minna en gel eyeliner og Superstay farði frá Maybelline!

IMG_0029

Eitt fimmtudagskvöld í september var Slippbarinn með kynningu á vetrar- og jólaseðlinum sínum og ég fékk að skella mér og smakka alla flottu kokteilana og matinn sem er á seðlinum þeirra í vetur. Ég verð að játa að ég fór alveg fleiri en eina ferð á eftirréttaborðið..í boði var ljós súkkulaðimús með passion-frómas og kirsuberjamarengs..held að það segi allt sem segja þarf! Flatbrauðin sem eru efst til hægri eru líka nýja uppáhaldið mitt..æi ég verð bara á Slippbarnum í vetur!

IMG_0030

Um daginn skellti ég mér á ráðstefnuna Science of Shopping: Why We Buy í Háskólabíó og skemmti mér konunglega. Meðal fyrirlesara var Martin Lindstrom, sem er einn virtasti markaðsfræðingur samtímans. Ég nýtti tækifærið og fór í fallega bleika Zöru jakkanum mínum, verð að viðurkenna að ég er búin að nota hann alltof lítið..finnst ég aldrei hafa tilefni til að vera í honum. Ráðstefnan var samt klárlega rétta tilefnið og ég þarf að nota hann miklu oftar!

IMG_1974

Mikilvægasta eldhúsáhaldið mitt er ekki blandari, töfrasproti eða hrærivél..það er nefnilega þessi trappa sem er svo sannarlega búin að vera mikið notuð í eldhúsinu! Það er stundum ekkert grín að vera undir 160 þar sem flestar íbúðir virðast vera innréttaðar fyrir fólk í venjulegri stærð..furðulegt.

IMG_0033

Eitt kvöldið skellti ég mér á Bunk Bar á laugaveginum og fékk mér flatbrauð (kemur á óvart að ég valdi mér það) með tómötum, parmesan og basil. Fáránlega gott og ég gæti alveg borðað svona á hverju kvöldi.

IMG_2159

Stundum langar mann bara í brunch..þó að það sé kvöldmatur..og mánudagur..ég og vinkona mín skelltum í annan brunch svona bara fyrir okkur í kvöldmat á mánudagskvöldi, aðeins of ljúft!

IMG_0034

Svona sunnudagar eru bestir! Kúr uppí sófa með Belluna mína og bloggið.

Fylgstu með á Instagram: @gydadrofn

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: