Uppskrift: Tvöfaldur olíuaugnhreinsir

Þegar ég hreinsa augun mín finnst mér algjört must að hafa olíu í augnhreinsinum mínum, og ef þið hafið fylgst með blogginu hafið þið örugglega tekið eftir að tvöfaldi olíuhreinsirinn frá L’oreal er í uppáhaldi. Margir nota kókosolíu til að taka make up-ið af augunum, en persónulega hef ég aldrei komist upp á lag með það. Mér finnst hún of þykk og óþægilegt að nota hana sem hreinsi. Seinustu viku er ég búin að vera að prófa, breyta og bæta þessa uppskrift af heimatilbúna, 100% náttúrulega augnhreinsi, og ég held bara að ég sé orðin nokkuð ánægð með hana! Hugmyndina fékk ég úr Youtube myndbandi þegar ég var að horfa á myndband með stelpu sem kallar sig ‘CloudyApples’ (mæli með að tékka á henni, ótrúlega skemmtileg myndbönd sem hún setur inn!), en í einu myndbandi segir hún frá augnhreinsi sem hún býr til sjálf. Hún gaf samt ekki neina uppskrift af honum svo þá var ekkert annað í stöðunni en að þróa hana sjálf! Og svo verð ég auðvitað að deila henni með ykkur…

IMG_2055

Uppskriftin er mjög einföld og hefur bara 2 innihaldsefni. Þegar þið kaupið kókosvatn fyrir þennan augnhreinsi er alveg ótrúlega mikilvægt að lesa vel innihaldslýsinguna, því það eru alls ekkert öll kókosvötn á markaðnum 100% hrein, og mörg hafa ýmissleg óæskileg aukaefni, til dæmis sykur eða bragðefni. Ég fann þessa tegund, Chi, í Hagkaup og hún inniheldur ekkert annað en kókosvatn og er mjög góð. Það eru alveg örugglega til fleiri tegundir af hreinu kókosvatni, og þið getið valið þá sem ykkur líst best á, en passið bara að velja það sem er 100% hreint. Avocado olían er úr nýrri línu hjá Now, Now Solutions, sem mér finnst algjör snilld! Í henni er hægt að fá allskonar náttúrulegar olíur og efni, sem er oft erfitt að fá. Þessi olía fæst í Hagkaup Kringlunni og Smáralind, og svo sá ég hana t.d. líka í Reykjavíkurapóteki í fyrradag. Þið getið alveg notað annað merki af avocado olíu ef þið viljið, en passið þá bara að hún sé 100% hrein og kaldpressuð.

IMG_2060

Augnhreinsir:

30ml hrein avocado olía

60ml hreint kókosvatn

Tóm plastflaska, 100ml

Byrjið á að hreinsa plastflöskuna ykkar extra vel. Mín flaska er utan af gulum acentone naglalakkshreinsi, eins og sennilega mjög margir eiga inni í skáp, en hún er 100ml og hentar mjög vel. Til að ná öllum leyfum af naglalakkshreinsinum úr flöskunni setti ég uppþvottalög og vatn ofan í og hristi vel, skolaði og setti svo saltvatn í hana og hristi vel, og að lokum notaði ég hunagsblandað vatn til að vera viss um að vera búin að hreinsa hana algjörlega. Mjög mikilvægt að hreinsa flöskuna sem þið notið mjög vel þar sem við ætlum að nota innihaldsefnið úr henni á augun. Næst setjið þið innihaldsefnin tvö, olíuna og vatnið í flöskuna og gott er að nota trekkt, passið bara að hún sé líka alveg hrein.

IMG_2351_fotor

Þegar avocado olían og kókosvatnið eru komin í flöskuna, mun það alltaf skilja sig, eins og allir olíuhreinsar. Fyrri myndin er af hreinsinum eins og hann er venjulega, á seinni myndinni er ég búin að hrista flöskuna. Mikilvægt er að hrista flöskuna alltaf fyrir hverja notkun, svo þið séuð að fá innihaldsefnin í réttum hlutföllum samanblönduð. Ekki hafa áhyggjur þó að hreinsirinn skilji sig strax aftur, það á að gerast.

IMG_2072

Ég ákvað að gera smá próf á hreinsinum til að athuga hvernig hann dugar á hinar ýmsu snyrtivörur sem ég nota á augun. Ég setti maskara, venjulegann kol-augnblýant, vatnsheldann augnblýant, gel eyeliner og blautann eyeliner á handarbakið mitt og prófaði svo að setja hreinsinn í bómul og þurrka yfir.

IMG_2076

Sjáiði bara! Allt af strax! Þurfti ekkert að nudda eða nota mikinn þrýsting, allt rann bara af strax! Þar sem að hreinsirinn er 100% náttúrulegur er hann líka mjög góður fyrir húðina í kringum augun og augnhárin, og gefur góða næringu um leið og hann hreinsar.

IMG_2356

Ég mæli algjörlega með að prófa þennan hreinsi, ég elska hann. Ég gerði minn seinasta sunnudag, svo hann er búinn að standa inni á baði í tæpa viku, við stofuhita (eða réttarasagt baðherbergishita) og er í góðu lagi til hreinsinotkunar ennþá. Ég myndi giska á að hann geymist í svona 2 vikur við stofuhita, kannski lengur meirasegja, en ekki geyma hann inní ísskáp því þá verður olían svo þykk. Kókosvatn til neyslu geymist bara í 1-2 daga í ísskáp eftir að það er opnað, svo það er ótrúlega sniðugt að setja kókosvatnið sem verður eftir í flöskunni og setja það í ísmolaform og frysta, þannig geymist það miklu lengur. Þið getið svo bara tekið það úr frysti daginn áður og geymt í ísskáp og þá verður það tilbúið til notkunar í uppskriftina daginn eftir.

xxx

2 Comments on “Uppskrift: Tvöfaldur olíuaugnhreinsir”

    • Now Solutiouns fæst í Hagkaup Garðabæ, Smáralind og Kringlu, og svo Lifandi Markaði Borgartúni, Blómaval og Fjarðarkaup 🙂 Mig minnir að avocado olían hafi verið á sirka 1500-2000kr, man ekki alveg en það var held ég einhverstaðar á þessu bili 🙂

      Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: