Heima hjá mér: Marmaraborðið mitt skref-fyrir-skref

Í hádeginu í fyrradag sýndi ég ykkur myndir af bakkanum á bleika stofuborðinu mínu og sagði ykkur frá því að ég væri að bíða eftir marmarafilmunni sem ég pantaði á Ebay. Um leið og ég labbaði út heima beið mín miði í póstkassanum um að ég ætti sendingu á pósthúsinu svo ég var sko aldeilis ekki lengi að renna þangað og sækja filmuna, og ennþá fljótari að skella henni á! Heildarkostnaður við borðið var ekki nema 4500kr og 10 mínútna vinna sem allir geta gert.

IMG_2231

Fyrir filmingu leit borðið svona út. Það er úr Ikea, heitir Lack, og kostaði alveg heilar 1950kr. Það er líka til í nokkrum öðrum litum, til dæmis grænu, gráu, svörtu og hvítu, svo ef að þið eruð ekki alveg jafn bleik og ég getið þið bara valið ykkur annann lit. Eina sem þarf að gera þegar búið er að kaupa borðið er að skrúfa fæturnar undir og það er algjörlega á færi allra, þar sem mér tókst það leikandi létt.

IMG_2234

Eins og ég nefndi áður fékk ég filmuna á Ebay, en ég leitaði bara að ‘Marble contact paper’ í leitarboxinu og valdi filmu sem mér fannst falleg og var á góðu verði. Ef að þið eruð ekki jafn sjóuð í Ebay kaupum og ég (það er samt ekkert mál, eiginlega of auðvelt og stórhættulegt fyrir kaupfíkla eins og mig), þá veit ég að Merkistofan Reykjavík er að gera svona filmur eftir stærð. Þar sem mín kom í staðlaðri stærð þurfti ég að klippa hana til, til að hún passaði á borðið, og ég var pínu hrædd um að samskeytin myndu sjást. Þau sjást samt eiginlega ekki neitt og mér tókst að láta hana passa mjög vel. Til að setja filmuna á borðið þá klippti ég hana til í rúmlega borðstærð, og notaði svo eina áhaldið sem til er á stelpu-heimilinu, kökuspaða úr Ikea, til að nudda allt loftið undan á meðan ég límdi hana á. Mér fannst þægilegast að taka bréfið af líminu smátt og smátt og nudda vel með kökuspaðanum í átt að brúninni. Ef að það mynduðust stórar loftbólur tók ég hana varlega upp aftur og nuddaði hana út svo hún festist ekki undir.

IMG_2238

Þegar ég var búin að nudda hana vel á borðið og mestalllar loftbólurnar horfnar, var komið að því að snyrta kantana til að hún passaði alveg á borðið, þar sem ég hafði hana vel umfram borðið í byrjun til að hafa svigrúm ef ég skyldi óvart nudda hana skakkt á. Ég snyrti endana bara með skærum, hélt þeim alveg uppvið borðið og renndi þeim meðfram og klippti af það sem var umfram.

IMG_2243

Og taadaaaa! Tilbúið til notkunar er þetta gullfallega bleika marmaraborð á heilar 4500kr, en ég borgaði um 1500kr fyrir filmuna á Ebay, og 1000kr þegar ég sótti hana á pósthúsið. Ég var í alvöru svona 5 mínútur að skella filmunni á og það besta er, að ef maður fær leið á marmaranum getur maður bara tekið filmuna af! Núna á ég líka afgang af filmunni sem verður ótrúlega flott að nota ef manni langar að gefa fallegann pakka til einhvers sem elskar marmara eins og ég!

Svo styttist alltaf í fleiri ‘heima hjá mér’ myndir..coming soon!

xxx

2 Comments on “Heima hjá mér: Marmaraborðið mitt skref-fyrir-skref”

  1. Þetta er bara ‘GEGGJAÐ’ hjá þér Gyða!!
    Ertu til í að setja inn linkinn af marmaradúknum sem þú verslaðir þér?

    Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: