Þeir eru komnir: Nic’s Picks!

Eins og glöggir lesendur hafa sennilega áttað sig á nú þegar..þá elska ég Real Techniques burstana, og nota enga aðra bursta. Ekki það að ég vilji alls ekki nota aðra bursta, ég bara hef ekki fundið þörfina til að nota neina aðra þar sem mér finnst ég hafa allt sem ég þarf með þeim. En..það er samt aldrei hægt að eiga of marga bursta! Þessvegna var ég hoppandi af spenningi þegar ég frétti af komu Nic’s Picks settinu til Íslands og var ekki lengi að stökkva til þegar mér bauðst að prófa.

IMG_2255

Settið samanstendur af 5 förðunarburstum, og þar af eru 3 splunkunýjir, en 2 hafa verið til áður, en þá í öðrum lit. Þeir sem hafa verið til áður eru burstar númer 1 og 4 frá vinstri á myndinni. Fyrsti burstinn hefur samt aldrei verið til á Íslandi, því hann er í hvíta settinu sem kom sem limited edition í fyrra. Ég var svo heppin að ná að næla mér í það í Bretlandi, stökk á seinasta settið í Boots apóteki og ég veit ekki alveg hvað fólkið sem var í apótekinu á sama tíma hefur haldið þegar það sá mig alltíeinu koma auga á hvíta settið og hoppa af stað og rífa það úr hillunni eins og þetta væri eina burstasettið í heiminum. Vinkona mín sem var með mér vissi ekki hvað hefði eiginlega komið fyrir þegar ég hvarf alltíeinu og birtist svo aftur með hvíta burstasettið í höndunum. Ég var alveg vandræðalega spennt enda algjör sökker fyrir einhverju sem er ‘limited edition’, og svo stóðst það líka alveg væntingar og ég er búin að nota hvítu burstana ótrúlega mikið. Nic’s Picks er einmitt líka limited editon sett sem að verður bara fáanlegt í ákvðinn tíma, og ég mæli sko ekki með að missa af því. Það eru tvær systur sem standa á bakvið Real Techniques merkið, Sam og Nic Chapman, og þetta sett er samansafn af uppáhalds burstum Nic.

IMG_22650_fotor

Fyrsti burstinn er stóri Duo-fiber Face Brush og er semsagt þessi sem hefur verið til áður í hvíta settinu. Ég er svo ótrúlega ánægð að hann hafi komið til landsins núna í þessu setti því ég elska hann! Loksins geta íslenskar stelpur deilt með mér gleðinni. Duo-fiber þýðir að hárin eru þéttust alveg upp við rótina, og verða svo ekki jafn þétt efst, þar sem hárin eru hvít. Niðurstaðan er léttari áferð og betri dreifing á förðunarvörunum sem notaðar eru. Mér finnst hann algjör snilld í sólarpúður, því það er auðvelt að byggja upp skygginguna án þess að fá dökkar “sólarpúðurs rendur” undir kinnbeinin.

IMG_2265_fotor

Uppáhalds burstinn minn í settinu er samt klárlega þessi hér, Cheek brush, sem er exclusive í þessu setti. Hann er svipaður og Expert Face Brush, sem er minn allra uppáhalds bursti, og finnst eiginlega vera burstinn sem merkið snýst um, nema með lengri hárum. Hann er svo mikið æði í kinnalit að ég held að hann eigi eftir að verða einn mest notaði burstinn í burstafjölskyldunni minni. Það er svo auðvelt að byggja upp kinnalit með honum án þess að hann komi of þéttur á einn stað, sem mér finnst svo oft vera vandamálið við kinnalitabursta. Það er algjörlega þess virði að næla sér í settið til að eignast þennann, hann er algjörlega must-have!

IMG_2262

Hinir þrír burstarnir eru frá vinstri: Eyeliner brush, sem er nýr og exclusive í þessu setti, og hentar vel í eyeliner, og ég er mjög spennt að prófa hann almennilega í gel eyelinerinn minn. Base Shadow brush, sem er eins og stóri burstinn í fjólubláa augnskuggabursta settinu, og er sennilega mest notaði fjólublái burstinn minn, svo ég er mjög ánægð að eignast annann til að eiga einn fyrir ljósari liti og einn fyrir dekkri.  Angled Shadow brush, sem er líka nýr og exclusive í þessu setti, og mér finnst ÆÐI. Þegar ég set á mig augnskugga er ég yfirleitt alltaf með skygginguna aðallega í ‘globus’ línunni á augnlokinu, og þessi bursti hentar fullkomlega í að dekkja litinn í henni og búa til fallega skyggingu, þar sem hann er skáskorinn og ekki of þéttur. Þetta er algjörlega dásamlegt sett og þar sem það kemur í takmörkuðu upplagi, mæli ég með því að stökkva á það um leið og þið sjáið það, eins og ég á hvíta settið í Bretlandi, sá sko ekki eftir því!

En eins og þið eruð kannski búin að átta ykkur á af myndunum þá kom marmafilman á borðið mitt í gær! Ég var ekki lengi að skella henni á. Skref fyrir skref myndir af því á morgun!

xxx

Vörurnar í þessari færslu fékk ég sem sýnishorn. Færlsan endurspeglar samt sem áður hreinskilið álit mitt á vörunni og ég set alltaf fram mínar einlægu og persónulegu skoðanir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: