Að missa mig yfir: Encre De Peu

Ég var eiginlega búin að ákveða fyrirfram að ég ætlaði ekki að skrifa um þessa vöru..það er búið að vera ansi mikið hype í kringum hana og mér finnst stundum eins og allir séu að skrifa um sömu vörurnar. EN, ég get eiginlega ekki bara ekki skrifað um hana, því mér finnst hún svo óendanlega mikil snilld! Varan sem um ræðir er Le Teint Encre de Peu farðinn frá Yves Saint Laurent og já..ég er svo sannarlega að missa mig!

IMG_2193

Eins og ég hef áður sagt ykkur þá er ég ekki vön að kaupa mér mikið af dýrum snyrtivörum. En eftir að hafa lesið um þennan farða og velt mikið fyrir mér fram og aftur hvort ég ætti að kaupa hann, lét ég af því verða þegar hann var á 20% afslætti í Debenhams um daginn. Hann kostaði minnir mig 7990 kr. fyrir afslátt og er á svipuðu verði í Hagkaup. Sagan í kringum hann er mjög merkileg, rannsóknarstofur YSL voru í eitt og hálft ár að þróa þennan farða, og fór þróunin fram í samstarfi við NASA (já geimfyrirtækið NASA). Hljómar allt voðalega merkilegt, og ég var klárlega með mjög háar væntingar þegar ég fór í að prófa farðann. Spaðinn til að setja farðann á er mjög sérstakur, og úr alveg hörðu plasti, en gatið í miðjunni gerir að verkum að það kemur rétt magn af farða í hverri stroku. Það er sniðugt að nota kúluna til að bera farðann t.d. í beygjuna hjá nefninu, en annars nota ég flata partinn til að dreifa honum á andlitið.

IMG_2205

Svona ber ég farðann á mig. Byrja á að teikna þrjú “veiðihár” á báðar kinnarnar og eins þrjár línur lóðrétt á hökuna og ennið. Svo ber ég línu niður eftir nefinu og í krókana hjá nefinu. Svo bara nota ég fingurna og nudda! Ég nota ekki bursta til að dreifa úr honum, því þetta er þurrolíu farði og mér finnst heitir fingur reynast mér betur í að dreifa úr honum en burstar. Ef ég á að reyna að lýsa fyrir ykkur áferðinni myndi ég segja að hann væri eiginlega eins og fljótandi púður. Þegar ég ber hann á er hann alveg fljótandi en um leið og ég byrja að dreifa úr honum með fingrunum breytist hann og verður næstum púðurkenndur í höndunum á mér. Útkoman er fáránlega léttur farði sem hylur samt mjög vel. Áferðin er meira útt í matt heldur en ljómandi, og það kom mér á óvart hvað ég er hrifin af henni, því ég vill yfirleitt hafa frekar mikinn ljóma í áferðinni á farðanum mínum.

IMG_2221

Aðalástæðan fyrir því að ég er svona mikið að missa mig yfir þessum farða samt er endingin! Ég stalst til að smella einni mynd í bílnum áðan á leiðinni heim, en þar sjáið þið hvernig farðinn lítur út kl. 17, eftir skóladaginn minn. Hann helst bara alveg eins frá morgni til kvölds, og mér finnst alltaf eins og ég sé nýbúin að bera hann á mig þegar ég lít í spegil, hvort sem klukkan er 7 eða 17, ótrúlegt! Það tók mig samt alveg nokkur skipti að læra inná hann, fyrstu sirka 3 skiptin sem ég notaði hann var ég alls ekki nógu ánægæð með hann, en svo lærði ég einhvernveginn inná hann, og finnst þetta núna vera allra besti farði sem ég hef prófað. Svo hann stóðst sannarlega allar væntingarnar og hype-ið! Ég er að nota lit nr. 30 en mér finnst litirnir frekar dökkir svo passið ykkur ef þið eruð ekki mjög dökkar að velja ljósan lit.

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: