Heima hjá mér: Á stofuborðinu

Eins og ég var búin að lofa ykkur mun ég sýna ykkur myndir af heimilinu mínu þegar það er orðið aðeins meira eins og ég vil hafa það, en ég flutti inn fyrir mánuði síðan. Ég er að hugsa um að taka fyrir eitt herbergi í einu og sýna ykkur myndir í færslum tileinkaðar hverju herbergi eða rými fyrir sig. Að gera heimilið mitt eins og ég vil hafa það tekur tíma, og mér finnst aldrei eins og það sé kominn réttur tími til að sýna ykkur myndir. Ég lofa samt að þið fáið alveg rétt bráðum að sjá fleiri myndir..þegar ég er búin að gera aðeins meira!

IMG_0010

Ég má samt til með að sýna ykkur mynd af bakkanum sem stendur á stofuborðinu mínu akkúrat núna. Ég keypti mér þetta ofur krúttlega pastelbleika stofuborð í Ikea, á 1990kr. Það kom aldrei til greina að sleppa því..enda vantaði mig stofuborð og svo er það bleikt, fullkomið. Ég er búin að panta mér rúllu af marmarafilmu sem ég ætla að líma ofan á borðplötuna, en ég held að það eigi eftir að verða akkúrat stofuborðið sem ég vil. Hvíti bakkinn er úr Ikea ferð #2 eftir innflutning og mér fannst hann tilvalinn undir Iittala skálarnar mínar. Servíettustandinn átti ég, en hann er líka úr Ikea og fæst held ég ennþá. Ég raðaði uppáhalds pastel naglalökkunum mínum þessa stundina í svörtu skálina, en ég elska að nota snyrtidótið mitt til að skreyta í kringum mig. Það er ekki nóg fyrir mig að eiga það til, ég vil líka horfa á það allann daginn! Ég var svo heppin að fá fríhafnar lakkrís sendingu um daginn og fékk bæði A og B Johan Bulow lakkrís sem fékk að standa á bakkanum. Umbúðirnar eru reyndar tómar núna, ótrúlegt en satt, en standa samt ennþá á bakkanum. Ég held ég sé að bíða eftir því að það birtist nýr lakkrís í þeim..ætti ég ekki að halda áfram að bíða og vona?

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: