Dagbókin: Skóla nesti vikunnar

Þá er komin að annari færslunni í nýja vikulega liðnum, Dagbókinni! Í þetta skiptið langaði mig að sýna ykkur nestispoka vikunnar, en ég reyni að hafa með mér nesti í skólann á hverjum degi. Bæði finnst mér ótrúlega gaman að brasa í eldhúsinu og útbúa nesti, og svo er það líka ódýrara heldur en að kaupa alltaf mat, og maður hefur betri stjórn á því sem maður borðar (þó að það laumist nú einstaka súkkulaðirúsínukassi í töskuna mína stundum..skil ekki hvernig hann kemst þangað).

IMG_0003

Mánudagur: Á mánudögum er ég ekkert í skólanum eftir hádegið, svo mér nægir að taka með mér góðann morgunmat og svo eitthvað gott að narta í yfir daginn. Þennan mánudaginn varð krukkugrautur með mangó og avocado fyrir valinu, en ég postaði einmitt uppskrift af honum á mánudaginn og hún er undir ‘Uppskriftir’ á síðunni. Með í nestispokann fór Nakd stykki með eplabragði, Innocent ávaxta smoothie með mangó og speltvaffla með hunangi frá Himneskt. Nakd fæst í Krónunni, Hagkaup og Nettó en Innocent og speltvöfflurnar kaupi ég í Bónus.

IMG_0005

Þriðjudagur: Þið takið kannski eftir því að avocado er eiginlega alltaf partur af nestinu mínu. Mér finnst það svo ótrúlega gott, og svo er það líka svo ótrúlega gott fyrir mann! Á þriðjudaginn var ég með lífskornabollu frá Myllunni, smurða með léttum rjómaost, avocado sneiðum og svo setti ég smá mexíco ost á milli líka. Með í pokanum voru poppkex, tvö með jarðaberjajógurthjúp og eitt með karamelluhjúp, ananas/banana/kókos Froosh og banani.

IMG_0001

Miðvikudagur: Mjög svo týpískt í nestispokanum mínum er flatbrauð með avocado, rjómaosti og silkiskorinni skinku. Ég kaupi flatbrauðið mitt oftast í bakaríinu hjá Jóa Fel, enda finnst mér það langbesta flatbrauðið. Rjómaostur og avocado er sennilega uppáhalds comboið mitt þessa dagana, set það á allt! Með á miðvikudaginn var speltvaffla með hunangi frá Himneskt, Froosh með jarðaberjum/banana/guava og jarðaberja Nakd stykki, sem ég set í örbylgjuna í 10sek í skólanum..sjúklega gott!

IMG_1928

Fimmtudagur: Á miðvikudagskvöldinu bjó ég mér til krukkugraut með kókosjógúrti, fersku mangó og ananas, en uppskriftin er mjög svipuð fyrstu krukkugrautsuppskriftinni sem ég setti inn, nema í staðinn fyrir AB mjólk notaði ég jógúrt með kókosbragði, kom ótrúlega vel út! Þessa ótrúlega sniðugu hrökkbrauðssamloku fékk ég í matvöruversluninni í Ikea og finnst hún alveg ótrúlega sniðug til að grípa með sér. Það voru til nokkrar tegundir, og þessi er með rjómaosti með tómötum og basilíku á milli tveggja hrökkbrauðssneiða. Nakd stykkið, hafraklatti frá Matarkistunni og rauður Plús fengu að fylgja með í pokanum þennan daginn.

IMG_1935

Föstudagur: Ef þið skoðuðuð seinustu kaupsýkis játningar munið þið kannski eftir Margrétarskálunum sem ég keypti í nokkrum stærðum. Þessi litla er alveg ótrúlega sniðugt fyrir allskonar hnetublöndur og fyrir föstudaginn blandaði ég saman í hana kasjúhnetum, möndlum og döðlum, og lokaði henni svo með lokinu sem hægt er að kaupa frá sama framleiðanda. Ég hafði líka með mér safa með goji berjum frá Floridana, kókosvatn með ananas, karamellujógúrt frá Örnu, og svo tilbúna hafragrautspottinn sem ég fékk í Bónus. Alltaf þegar ég fer til útlanda birgi ég mig upp af svona hafragrautspottum en þeir eru oftast til í mörgum bragðtegundum. Það er svo þægilegt að grípa svona með sér, því það þarf bara að setja heitt vatn samanvið og bíða í smástund og þá er tilbúinn bragðbættur hafragrautur. Þetta er eina tegundin sem að fæst í Bónus, og mér finnst hún alveg ágæt, en kemst samt ekki með tærnar þar sem ‘Oat so simple’ potturinn frá Quaker með bláberja- og eplabragði er með hælana, namm! Ég hef ekki ennþá séð hann á Íslandi, svo ég flyt alltaf með mér nokkur stykki þegar ég kem frá útlöndum, en á milli læt ég þennan duga.

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: