Frá mér til ykkar!

Varúð..eitt stykki væmin bloggfærsla framundan..en hún inniheldur líka mikilvæg skilaboð svo ekki hætta að lesa strax! Mig langar að byrja á að þakka öllum ykkur yndislegu lesendum sem lesið bloggið mitt! Þið eruð öll svo ótrúlega frábær og ég eiginlega bara trúi ekki hvað bloggið er búið að fá frábærar viðtökur þennan stutta tíma sem það er búið að vera til. Ég verð alltaf jafn snortin þegar einhver af ykkur stoppar mig úti á götu eða hefur samband við mig af fyrra bragði til að segja mér frá því að þið fylgist með. Þetta liggur allt hjá ykkur kæru lesendur, án ykkar væri bloggið ekki neitt og mér þykir alveg ótrúlega gaman að heyra frá ykkur, hvort sem það eru ábendingar eða hugmyndir að efni sem ykkur langar að ég fjalli um, svo ekki hika við að hafa samband!

Í tilefni þess að bloggið var 6 mánaða í gær..vá trúi ekki að bloggbarnið mitt sé strax orðið hálfs árs! Ef það væri alvöru barn væri það sennilega farið að sitja sjálft, kannski velta sér og borða venjulegann mat..ótrúlegt. En já, í tilefni þess, langar mig að láta ykkur vita af nýjum sið sem ég ætla að taka upp á blogginu. Mér finnst svo ótrúlega mikilvægt að þið vitið að ég skrifa alltaf frá hjartanu og það er mér mikið í mun að setja fram heiðarlegt álit mitt á vörum og öðru sem ég skrifa um. Þessvegna ætla ég framvegis, frá og með deginum í dag, alltaf að taka fram ef að vörur eða þjónusta sem ég skrifa um hafa verið gefnar mér sem sýnishorn eða að gjöf frá fyrirtækjum. Hingað til hef ég bæði skrifað um vörur og þjónustu sem ég borga fyrir sjálf og sem að ég hef fengið að prófa fyrir bloggið. Ég vil samt að þið vitið að ég mun aldrei (og hef aldrei) skrifað um eitthvað sem ég myndi ekki mæla með, en mér finnst bara mikilvægt að þið vitið að ég mun taka það fram ef að ég hef fengið vöruna eða þjónustuna sérstaklega fyrir bloggið. Bara svona svo það sé allt á hreinu skiljiði! Ég hef nefnilega ekkert að fela og tel mig alltaf hafa gefið einlægt álit mitt í fyrri færslum, og ætla sko ekki að hætta því! Vonandi eruð þið sammála mér að þessi siður sé bara til að styrkja bloggið og álit ykkar á því.

IMG_1975

Og bara enn og aftur..TAKK..þið sem að fylgist með, þið sem að eruð búin að setja like á Facebook síðuna, og þið sem gefið ykkur tíma í að fletta og skoða, þið eruð æði! Ég elska ykkur jafn mikið og avocado..það er sennilega besta hrós sem ég get gefið!

xxx

1 Comments on “Frá mér til ykkar!”

  1. I must say it was hard to find your website in google.

    You write awesome posts but you should rank your page higher in search engines.
    If you don’t know 2017 seo techniues search on youtube:
    how to rank a website Marcel’s way

    Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: