Maskaraeinvígið mikla: Lancome Grandiose vs. Benefit They’re Real

Ef að einhver ótrúlega illa innrætt manneskja myndi láta mig velja hvaða einu snyrtivöru ég þyrfti að hafa í snyrtitöskunni minni, þá væri valið samt alls ekki erfitt. Maskari yrði allan tímann fyrir valinu enda finnst mér það vera nauðsynlegasta snyrtivaran og ég verð að viðurkenna að ég nota alveg ótrúlega mikið af maskara. Þar sem þið vitið hvað ég er nýjungagjörn kemur kannski ekkert á óvart að ég hreinlega elska að prófa nýja maskara, það er örugglega eitt það skemmtilegasta sem ég geri! Í tilefni þess að snyrtitaskan mín fékk nýlega tvo nýja meðlimi, sem vill svo til að eru báðir maskarar sem hafa verið “hype-aðir” ótrúlega mikið á bloggum og netmiðlum, ákvað ég að prófa þá báða samtímis og gera tilraun til að krýna sigurvegara. Trúið mér. Þetta var blóðugt einvígi! En sigurvegarinn að mínu mati er krýndur og mig langar að segja ykkur aðeins frá því hvernig þetta fór.

Keppinautarnir:

IMG_1828_Fotor_Collage

Fyrri maskarinn er frá Lancome og heitir Grandiose. Ef að þið lesið förðunarbloggsíður hafið þið alveg pottþétt heyrt um þennan, en hann er alveg ótrúlega umtalaður þessa dagana. Seinni maskarinn er maskari sem er búinn að vera á markaðnum í þónokkurn tíma og ég hef oftar en einu sinni og oftar en tvisvar séð honum hampað sem besta maskaranum, og svo er hann líka búinn að vera einn mest seldi maskari í heiminum í nokkur ár. Ég trúi eiginlega ekki að ég hafi ekki prófað hann fyrr, en hann fæst því miður ekki á Íslandi, en er hinsvegar fáanlegur í Saga shop í flugvélum Icelandair (kostar 2700kr þar) og snyrtivörubúðum sem selja Benefit í útlöndum (t.d. Sephora, Boots apótek í Evrópu ofl.). Grandiose fæst í næstu Hagkaup eða apóteki sem selur Lancome (kostar í kringum 5000kr). Það er svosem engin önnur ástæða fyrir því að ég ákvað að stilla akkúrat þessum tvem á móti hver öðrum, önnur en sú að þeir eru báðir splunkunýjir í snyrtitöskunni minni og ég var álíka jafn spennt að prófa þá!

Burstarnir:

IMG_1828_Fotor_Collage2

 Báðir maskararnir eiga það sameiginlegt að vera með gúmmíbursta. Ég verð að nýta tækifærið og segja ykkur að ég algjörlega dýrka gúmmíbursta. Eftir að ég byrjaði að nota gúmmíbursta hef ég eiginlega ekki notað bursta með venjulegum hárum, eða allavega ekki líkað jafn vel við þá. Ég er með frekar viðkvæm augu og mér finnst gúmmíburstarnir alltaf vera “hreinni”, eða semsagt ná að setja formúluna úr maskaranum bara á augnhárin en ekki í augun mín, og molna mun minna. Mér finnst gúmmiburstar líka ná að greiða miklu betur úr, sem að er eitthvað sem ég vil að maskarinn minn geri mjög vel. En aftur að einvíginu! Grandiose sker sig auðvitað mikið úr með svanahálsinum á burstanum, sem er nýr af nálinni og alveg ótrúlega sniðugur, og gerir burstann alveg ótrúlega þægilegann í notkun. Ég áttaði mig ekki á því hvað maður er alltaf að færa hendina mikið til við að setja maskarann á sig áður en ég prófaði þennan bursta. Mér finnst sveigði hálsinn líka bretta augnhárin og opna þar með augun. Hann greiðir mjög vel úr og gefur alveg ótrúlega lengd, en mér fannst samt að hann mætti aðskilja augnhárin aðeins betur. Burstinn á They’re real er alveg beinn og með örlítið lengri hárum en á Grandiose, auk þess að vera með svona nokkurskonar kúlu á endanum, sem er sniðugt að nota til að gefa augnhárunum ennþá meiri fyllingu. Mér finnst hann aðskilja augnhárin betur og næstum eins og hann búi til ný augnhár, eða allavega geri sýnileg augnhár sem ég vissi ekki að ég væri með.

Formúlan:

IMG_0007_Fotor_Collage

Á efri myndinni er ég með Lancome Grandiose og á neðri myndinni er ég með Benefit They’re Real. Báðar formúlurnar eru ótrúlega svartar, en mér finnst Grandiose samt ná nýjum hæðum í dýpt á svarta litnum, hann er alveg extra svartur. Mér fannst líka báðar formúlurnar frekar þurrar við fyrstu notkun, ekki of þurrar samt, en stundum þegar maður fær nýjann maskara er formúlan mjög blaut fyrstu skiptin. Báðar endast alveg ótrúlega vel, en mér finnst Grandiose samt halda forminu sínu ennþá betur en hinn. Mér finnst líka auðveldara að taka Grandiose af í enda dagsins, en They’re Real formúlan er alveg extra föst á. Á móti kemur að mér fannst ég oftar sjá strik á húðinni þar sem augnhárin rekast í húðina undir augabrúninni með Grandiose, ef að ég hafði svitnað eða verið í röku umhverfi. Mér fannst líka formúlan á They’re Real búa til aðeins meira “vængja-effect”, sem er þegar öll augnhárin virðast tengjast saman eins og fjöður, á meðan Grandiose gaf mér meiri lengd og meira svona “skýjakljúfra-effect”. Vonandi skiljið þið skrítnu maskara-orðin mín en ég er bara að spá í að gefa bara út orðabók með orðum sem ég nota til að lýsa möskurum..þau eru nefnilega mjög skrítin stundum. Ég get ómögulega lýst möskurum fyrir einhverjum nema að nota einhver svona furðuleg orð!

Niðurstaðan:

En hver er þá sigurvegarinn að mínu mati? Báðir maskararnir eru sterkir keppinautar og ég myndi alveg mæla með að prófa þá báða, og auðvitað er mismunandi hvað hentar hverjum. En afþví ég var búin að lofa að krýna sigurvegara, þá verð ég að tilkynna að það eeeeeeeeeeer…….Grandiose!

IMG_0010_Fotor_Collage2

Ég bara kemst ekki yfir þennan svanaháls, finnst hann ein mesta maskarabylting sem ég hef kynnst! Lengdin sem ég næ er líka ótrúleg og svo finnst mér líka æði hvað hann brettir augnhárin mín vel. Ég nota aldrei augnhárabrettara, því ég þarf þess ekki beint þar sem augnhárin mín eru mjög sveigð, en finnst alltaf mikill kostur ef að maskarinn sveigir þau ennþá meira. Ef að þið eruð maskarafíklar eins og ég þá er þessi klárlega must-have og ótrúlega gaman að prófa hann!

xxx

2 Comments on “Maskaraeinvígið mikla: Lancome Grandiose vs. Benefit They’re Real”

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: