Uppskrift: Möndlumjólk skref fyrir skref

IMG_1698_Fotor

Að gera möndlumjólk er alveg minnsta mál í heimi. Það þarf bara smá undirbúning, blandara og þéttan klút. Ég nota möndlumjólk í nánast alla krukkugrautana mína því mér finnst hún svo bragðgóð og svo er hún mjög næringarrík. Mig langaði að sýna ykkur skref fyrir skref hvernig ég geri möndlumjólkina mína. Hlutföllin af möndlum og vatni eru 1/4 og það skiptir í raun ekki máli hvort þið notið 1 dl eða 1 bolla, bara ef það eru 4 af vatni á móti. Hér ætla ég að búa til möndlumjólk úr 1 dl af þurrum möndlum.

Möndlumjólk:

(1)Byrjið á að leggja 1 dl af möndlum í bleyti í vatni yfir nótt.

(2)Daginn eftir hellið þið vatninu af og setjið blautar möndlurnar í blandara ásamt 4 dl af nýju vatni. Blandið í 1 mínútu.

(3)Hafið tilbúna skál og klút og fylgið skrefunum á myndinni hér að neðan. Hellið mjólkinni gegnum klútinn og kreistið úr eins mikinn vökva og þið getið. Vökvinn sem fer í skálina er þá tilbúin möndlumjólk!

IMG_1696_Fotor_Collage_Fotor

Hratið sem verður eftir í klútnum er hægt að þurrka og nota sem möndlumjöl í allskonar uppskriftir, til dæmis kökudeigsbitana sem eru undir flokknum Uppskriftir hér á síðunni!

xxx

6 Comments on “Uppskrift: Möndlumjólk skref fyrir skref”

  1. Pingback: Uppskrift: Súkkulaði-smoothie morgunmatur! | gyðadröfn

    • Það er bæði hægt að gera í ofni á lágum hita en svo þurrkast það á einum degi sirka ef það er í þurrum klút og stendur á borðinu 🙂

      Like

  2. Pingback: Matreiðsla – Plastlaus september

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: