Confessions of a Shopaholic vol4

Kaupsýkin mín náði nýjum hæðum seinustu vikurnar. Mér er þó búið að takast að réttlæta hana með því að segja mér að mig hafi nauðsynlega vantað þetta allt fyrir veturinn..sérstaklega seinasta hlutinn á listanum. En núna er kortið komið í kærkomið frí í allavega nokkrar vikur! En hér eru nokkrir hlutir sem ég er búin að kaupa uppá síðkastið:

IMG_0002

Munið þið eftir kápunni sem ég setti á óskalistann minn um daginn? Ég er búin að leita að svona síðri ljósri kápu síðan svo ég stökk á þessa þegar ég rakst á hana í Zöru Smáralind á 13.995. Það er líka svo gaman að finna akkúrat það sem maður leitar að! Þessi er algjört æði og var líka til í dökkbláu og hún er klárlega uppáhalds fyrir haustið og veturinn.

IMG_0001

Ég fékk prufu af nýja farðanum frá YSL um daginn og var svo ótrúlega ánægð með hann að ég gat ekki sleppt því að næla mér í hann. Þetta er þurrolíu farði sem gefur alveg sérstaklega fallega áferð og ég er alveg endalaust ánægð með hann!

IMG_0003

Okei, ég skal kannski viðurkenna að plastskálar voru ekkert endilega það allra nauðsynlegasta sem mig vantaði..en ég réð bara ekki við mig! Ég er alveg þekkt fyrir að elska plastskálar og plastbox og veit fátt skemmtilegra en að kaupa svoleiðis í eldhúsið. Ég missti mig algjörlega þegar Margrétarskálarnar frá Rosti í pastellitum fóru á afslátt í Hagkaup og nældi mér í nokkur stykki, þær eru bara svo fallegar!

IMG_0004

Eins og ég var búin að segja ykkur er ég með svo mikið æði fyrir kóngabláum, svo ég gat auðvitað ekki farið inn í veturinn án þess að eignast kóngabláa skyrtu er það nokkuð? Ég fékk mér þessa á Tobi.com og er ótrúlega ánægð með hana og á örugglega eftir að nota hana mikið við ýmis tilefni í vetur.

IMG_1714

Seinasti hluturinn á listanum er eitthvað sem er alveg ótrúlega týpískt fyrir mig að kaupa á netinu í kaupsýkiskasti. Hvað er þetta gætuð þið spurt? Nú auðvitað lyklaborðsryksuga með USB tengi fyrir fartölvuna mína! Það er nú eitthvað sem allir þurfa að eiga!

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: