Uppskrift: Krukkugrautur með avocado+mango

Ég fékk beiðni um daginn með að deila með ykkur fleiri krukkugrauta uppskriftum. Ég er alltaf að prófa mig áfram og gera nýjar bragðtegundir, enda er endalaust hægt að finna nýjar bragðtegundir og bæta við því sem manni langar í! Avocado+mango grauturinn er búinn að vera í miklu uppáhaldi uppá síðkastið og mig langar að deila með ykkur uppskrift!

IMG_9342

Þessi grautur finnst mér vera frábær sem hádegismatur, útaf avocadoinu sem gerir hann aðeins matarmeiri en venjulega. Hann er samt líka í góðu lagi í morgunmat, eða bara hvenar sem er! Mér finnst algjör snilld þegar ég á langan skóladag framundan að búa til eina svona krukku kvöldið áður og stinga í töskuna og borða í hádegismat. Ég nota yfirleitt möndlumjólk í mína grauta, því mér finnst hún svo góð, en það má alltaf skipta henni út fyrir venjulega mjólk, eða í raun og veru hvaða mjólk sem er. Í þessari uppskrift er 1 msk. af AB mjólk til að gera grautinn aðeins þykkri, en henni má alveg sleppa og nota þá bara aðeins meira af hinum vökvanum, eða nota aðra jógúrt.

IMG_9347

Uppskrift

Grautur:

1/3 bolli hafrar

100ml möndlumjólk (eða venjuleg mjólk eða hvaða mjólk sem er)

1 msk. AB mjólk

1 msk kókosmjöl

1 tsk chia fræ

Ofan á og á milli:

1/2 lítið avocado

1/4 stórt mangó

Smá kókosmjöl

Allt í grautinn hrært saman í skál og avocadoið og mangóið skorið niður. Helmingnum af grautnum hellt í krukku og helmingnum af ávöxtunum dreift yfir. Restinni af grautnum hellt yfir og afgangnum af ávöxtunum dreift ofan á, ásamt smávegis kókosmjöli. Geymt í lokaðri krukku inni í ískáp yfir nótt og tilbúið til að borða daginn eftir.

IMG_1605

Mér finnst best að skera mangóið mitt svona. Ég sker sirka 1/4-1/3 bút af því í kringum steininn og sker svo mangóið ofan í flusið nokkrar línur lárrétt og nokkrar lóðrétt, til að mynda teninga. Svo fletti ég flusinu við og þá koma teningarnir upp og auðvelt er að taka þá af flusinu til að nota í grautinn. Mér finnst ég ótrúlega oft lenda í því að finna ekki nógu vel þroskuð mangó í búðunum hérna á Íslandi, en þá er ótrúlega sniðugt að kaupa svona dós frá Nature’s Finest, sem er ferskt niðurskorið mangó í eigin safa og fæst í Bónus og Hagkaup, og er oftast inni í ávaxtakælunum.

xxx

2 Comments on “Uppskrift: Krukkugrautur með avocado+mango”

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: