Dagbókin: Skóla Outfit Vikunnar

Þá get ég loksins sagt ykkur frá nýja flokknum sem ég er búin að vera að undirbúa hérna á blogginu, nefnilega dagbókinni! Á sunnudögum langar mig að sýna ykkur vikuna sem var að líða, í myndum frá hverjum virkum degi. Fyrsta dagbókin verður outfit dagbók seinustu skólaviku.

IMG_0004

Mánudagur: Á mánudaginn var ég í síðu ljósu Zöru kápunni minni, síðri hvítri skyrtu, sokkabuxum, í brúnu þægilegustu skónum mínum og með prjónaðann svartan klút. Kápuna keypti ég í seinustu viku í Zöru Kringlunni á 13.995 og hún er akkúrat kápan sem ég var búin að vera að leita af! Skyrtuna keypti ég í Vila fyrir kannski 2 vikum, en hún var til bæði svört og hvít og er alveg síð.

IMG_0007

Þriðjudagur: Á þriðjudaginn var ég svörtum gallabuxum, dökkgrænni silkiskyrtu með háum kraga, svörtum reimuðum leðurskóm og leðurjakka. Skyrtan er ein af mínum uppáhalds en hana keypti ég í HM þegar ég var í Bretlandi í vor, og var meirasegja mjög efins hvort ég ætti að kaupa hana eða ekki. Sé sko alls ekki eftir því enda er ég búin að vera með æði fyrir henni upp á síðkastið. Buxurnar eru úr Vero Moda og keyptar í fyrra og eru held ég hannaðar til að vera í ökklalengd, sem þýðir að lengdin passar akkúrat fyrir mig, enda er ég eins og ég hef áður sagt ykkur á hæð við 12 ára barn.

IMG_0002

Miðvikudagur: Á miðvikudaginn var ég í dökkbláum gallabuxum, síðri svartri skyrtu, svörtum blazer, svörtum reimuðum leðurskóm og með ljósann klút. Eins og Smáralindarfíklar átta sig kannski á er ég stödd í Zöru á myndinni, en ég skaust aðeins þangað eftir skóla til að næla mér í þennan fallega grófa klút á 3.995. Buxurnar eru uppáhalds buxurnar mínar, en þær fékk ég í HM í fyrra. Þetta er ‘Jeggings’ buxna týpan, og þær eru svo fáránlega þægilegar, enda ekki með neinum tölum eða rennilás, en líta samt út alveg eins og venjulegar gallabuxur! Skyrtan er líka úr sömu HM ferð og er ótrúlega þægileg, aðeins síðari að aftan og líka með fallegum kraga sem sést reyndar ekki á myndinni.

IMG_0009

Fimmtudagur: Á fimmtudaginn var ég í svörtum sokkabuxum, svörtum langermbol, með mjúkan svartan klút, í síðri þykkri gollu og brúnu þægilegu skónum mínum. Munið þið eftir síðu gráu gollunni sem ég sýndi ykkur um daginn á óskalistanum mínum? Hún var til í Vero Moda en ég rétt missti af henni og var alveg ótrúlega svekkt. Þessvegna var ég svo ótrúlega ánægð þegar ég fann þessa í Zöru í vikunni, hún er ótrúlega stór og fullkomin fyrir kósý rigningardag. Hún kostaði 7.995 og var til í þrem litum. Sokkabuxurnar mínar heita Different 80 og eru frá Oroblu, og eru mest notuðu sokkabuxurnar í skúffunni minni.

IMG_0003

Föstudagur: Dagurinn var blautur og frekar pakkaður hjá mér svo ég skellti mér í stóra hvíta peysu, rifnar gallabuxur og brúnu skónna mína. Peysuna keypti ég í Zöru fyrir um mánuði síðan, og ég tók eftir því í Zöru ferðum vikunnar að það eru til ótrúlega margar í svipuðum stíl. Buxurnar eru líka úr Zöru, en reyndar keyptar fyrir um ári síðan. Þetta eru svona teygjanlegar mjúkar gallabuxur, sem voru búnar að liggja lengi inní skáp ekki mikið notaðar. Svo ákvað ég að klippa göt á hnéin á þeim og finnst þær miklu flottari svona og búin að nota þær mikið. Brúnu skórnir sem ég var í flesta dagana eru úr Kaupfélaginu, frá merkinu Sixmix og eru klárlega uppáhalds!

Næsta Dagbók verður ótrúlega spennandi svo fylgist spennt með á næsta sunnudegi!

xxx

6 Comments on “Dagbókin: Skóla Outfit Vikunnar”

 1. Gyða hvar fékkstu blazerinn sem þú varst í á miðvikudaginn 😀

  Annars ertu með þetta. Flott outfit, alveg að fíla þetta alla daga 🙂

  Like

 2. Hæ! Æi takk kærlega fyrir fallegt hrós og gaman að heyra að þú fylgist með! 🙂
  En blazerinn er úr HM og er uppáhalds blazerinn minn, því hann er svona síður og frekar beinn í sniðinu, ótrúlega fallegur 🙂

  Like

 3. hvar fékkstu þennan þriðjudags leðurjakka ? finnst hann alveg sjúklega flottur ! 🙂

  Mjög gaman að fylgjast með blogginu þínu, snillingur ! 😀

  Like

 4. úff hvað ég væri til í að geta verið svona sæt og fín á hverjum skóladegi.. er samt megamikið að fíla töskuna sem þú ert með á föstudeginum, hvaðan er það bjútý?

  Like

  • Hæ!
   Æi takk kærlega fyrir það:)
   En taskan er úr Friis Company og ég keypti hana notaða fyrir nokkrum vikum, en veit að það eru til mjög svipaðar í búðinni í Kringlunni 🙂

   Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: