Uppskrift: Hármaski fyrir heilbrigt hár með djúpum glans

Ég var búin að lofa að gefa ykkur uppskriftina af olíu hármaskanum sem ég sýndi ykkur á Instagram myndinni minni á sunnudaginn, og fer auðvitað ekki að svíkja það! Maskinn er líka algjör snilld, ég setti hann í mig á sunnudaginn og svo aftur í gær, og ég sé svo mikinn mun á hárinu að það er fáránlegt!

IMG_1582

Maskinn er mjög einfaldur og fljótlegur að gera, og inniheldur laxerolíu sem ég sagði ykkur frá um daginn að væri blóðflæðisaukandi og ótrúlega nærandi fyrir hárið. Hún er samt mjög þykk, og líkist frekar sýrópi í þykkt, og því getur verið erfitt að nota hana í hárið. Með því að hita maskann verður hún þynnri og auðvelt er að hella honum í hárið og nudda honum vel inn.  Allar vinkonur mínar eru búnar að spurja mig hvort ég hafi verið að lita á mér hárið, því glansinn gerir það að verkum að dökki liturinn minn virkar dýpri, alveg eins og þegar maður er nýkominn úr litun. Olíurnar tvær í uppskriftinni eru nærandi og styrkja hárið, og hunangið hjálpar til við að læsa inni glansinn og næringuna úr olíunum. Þessi hármaski hentar fyrir flestar hárgerðir en ef þið eruð með frekar feitt hár, myndi ég setja hann bara í endana þegar ykkur vantar extra næringu eða glans.

IMG_1583

Í maskann fer:

3msk Ólívuolía

2msk Laxerolía

1msk Hunang

Öllu blandað saman. Gott að nota litla mjólkurkönnu eða stálkönnu, sem er þægilegt að hella úr í hárið. Þegar öll innihaldsefnin eru komin í ílátið er gott að hræra aðeins í með gaffli, og svo er maskinn hitaður. Ég setti minn í stálkönnu, og hitaði svo vatn og setti í stóra skál og lét könnuna standa í vatnsbaði í skálinni í nokkrar mínútur þangað til að kannan var orðin heit og maskinn þynnri. Það má líka hita í örbylgjuofni, en passið ykkur þá að fylgjast vel með hitastiginu og að hita hann ekki of mikið. Hann á að vera aðeins heitari en líkamshitinn ykkar en ekki svo það sé óþægilegt að koma við hann. Setjið svo plastpoka eða plastfilmu yfir hárið og látið virka í 15-30 mínútur. Skolið úr hárinu og fylgið eftir með ykkar vanalega hárþvotti.

IMG_1586

Þegar ég set maskann í hef ég grófa greiðu við hendina, og byrja á að skipta hárinu svona eftir miðju. Svo helli ég í skiptinguna og nudda honum inn í hársvörðinn og greiði með greiðunni út í endana. Svo geri ég næstu skiptingu og helli í maskanum og greiði. Ég skipti hárinu í kannski svona 6 hluta þar sem ég helli í rótina og nudda svo vel og dreyfi um allt hárið.   Passið ykkur bara að maskann þarf að þvo mjög vel úr, ef maður vill ekki enda með feitt og kleprað hár. Þá er mikilvægt að nota sjampó sem inniheldur frekar mikið af sápu og freyðir vel. Ef að þið eruð venjulega með þurrt hár gæti verið að þið eigið sjampó sem heitir eitthvað ‘Repair’ eða ‘Moisture’ eða eitthvað í þá áttina. Athugið að þessar tegundir af sjampó eru yfirleitt ekki mjög freyðandi og eru gerð til að halda olíum í hárinu, svo ég mæli með að kaupa gott hreinsandi sjampó fyrir venjulegt/feitt hár. Ég þvæ hárið mitt 2x með venjulegu sjampói fyrir venjulegt hár eftir að hafa notað maskann, og enda með fullkomlega glansandi fínt hár!

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: