Einföldustu hafrakökurnar með karamellu

Ó nammnammnamm, þessi hafraköku uppskrift náði nýjum hæðum í fyrradag! Um daginn deildi ég með ykkur uppskriftinni minni af einföldustu hafrakökum í heimi sem eru bæði ótrúlega einfaldar, og hollar. Ég gerði uppskriftina aftur í fyrradag en í þetta skiptið notaði ég butterscotch dropa í staðinn fyrir súkkulaðidropa og það er eiginlega alveg ólýsanlega gott!

IMG_1490

Ég veit eiginlega aldrei hvað ég á að segja þegar fólk spyr mig hvað þetta butterscotch sé. Þetta er einhvernveginn svona sambland af karamellu, brúnuðu smjöri og hvítu súkkulaði. Karamellusmjörhvítsúkkulaðidropar? Hljómar það ekki bara ágætlega? Þessir dropar fást alltaf í Hagkaup fyrir jólin og ég byrgi mig alltaf upp og kaupi svona 5 eða 6 poka í einu til að verða nú ekki uppiskroppa. Ég frétti reyndar af því um daginn að þeir fást held ég allann ársins hring í Kost svo það er kannski óþarfi næstu jól að missa mig í butterscotch hillunni..samt ekki, þetta er fáránlega gott!

IMG_1460

Ég gerði semsagt sömu uppskrift og um daginn (hún er undir flokknum Maturinn á síðunni) sem að inniheldur 1 banana á móti 1/2 bolla af tröllahöfrum. Í staðinn fyrir súkkulaðidropana setti ég nokkra butterscotch dropa inní miðjuna á hverri köku, svo um leið og maður bítur í hana kemur í ljós lítill biti af butterscotch himnaríki! Okei ég myndi kannski ekkert endilega kalla butterscotch dropana hollustudropa..en ég meina restin af kökunni er bara ávöxtur og hafrar svo að það hlýtur nú að vera í lagi. Ég mæli með að prófa þessar ef þið eruð ekki búin, hvort sem það er með butterscotch eða súkkulaði, en ég er búin að gera þær 3 kvöld í röð því mér finnst svo mikil snilld að grípa þær með mér í skólann!

IMG_1462

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: