Að missa mig yfir: Augabrúnatúss frá Artdeco

Snyrtiveskið mitt er næstum farið að líkjast pennaveskinu mínu þegar ég var í grunnskóla..það er nefnilega orðið fullt af tússpennum! Eins og ég sagði ykkur frá í seinustu viku er svarti eyelinertússinn frá L’oreal í endalaust miklu uppáhaldi og núna um helgina bættist við annar tússpenni, en þessi er fyrir augabrúnir!

IMG_1433

Ég var búin að heyra nokkra tala um þennan penna frá Artdeco en var ekki alveg að kaupa þessa hugmynd um að nota tússpenna fyrir augabrúnir. Var eiginlega búin að ákveða að það yrði ekki náttúrulegt. Niðurstaðan kom mér þessvegna ótrúlega mikið á óvart og þessi er klárlega “must have” fyrir fallega mótaðar augabrúnir!

IMG_1440

Penninn kemur í tvem litum, 03 og 06, og ég er að nota dekkri litinn enda er ég með frekar dökkt hár og vil hafa brúnirnar mínar mjög dökkar. Hann er samt alls ekki dökkur svo ég mæli með að taka dekkri litinn nema þið séuð með mjög ljósar brúnir. Oddurinn er mjög mjór og stærsti kosturinn finnst mér vera að það kemur alls ekki of mikið af lit í oddinn, sem að var eiginlega það sem ég bjóst við. Þannig að þó svo að maður sé í raun og veru að teikna með tússpenna koma línurnar ekki skarpar á húðina nema maður geri nokkrum sinnum, svo það er auðvelt að byggja upp dýpt á litnum eins og maður vill.

augabrunirfyrireftir

Eins og þið sjáið er klárlega kominn tími á augabrúnasnyrtingu hjá mér, en mig langaði samt að sýna ykkur fyrir/eftir myndir þó að þær séu ekki alveg eins og ég vill hafa þær. Ég er með alveg ofsalega leiðinlegar augabrúnir. Hárin mín eru mjög gisin og þó þau séu löng þá finnst mér ég aldrei ná þeim nógu þykkum. Ég lita þær á tveggja vikna fresti því að ég vil hafa mikinn lit ofan í húðinni, svo þær sjáist almennilega. En með þessum túss finnst mér ég loksins ná gera þær meira eins og þær séu nýlitaðar, án þess að þær séu ónáttúrulegar. Línan þarna á milli er nefnilega afskaplega fín því að mig langar að hafa þær vel mótaðar og greinilegar en alls ekki eins og þær séu teiknaðar á. Ef þið hafið verið í sömu klemmu og ég skora ég á ykkur að prófa þennan því ég er alveg ótrúlega ánægð með hann! Ég fékk minn í Hagkaup Holtagörðum og hann kostaði 1990kr, og svo sá ég hann líka í Hagkaup Smáralind í gær.

xxx

5 Comments on “Að missa mig yfir: Augabrúnatúss frá Artdeco”

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: