Myndablogg: Instagram dagarnir

Lífið mitt á Instagram síðan ég flutti í borgina:

IMG_1332

Sunnudagurinn minn í gær var algjörlega dásamlegur. Það er gaman að segja frá því að þessa baðbombu á myndinni fékk ég í afmælisgjöf þegar ég var 12 ára, en hef ekki haft íbúð með baði fyrr en núna, svo hún er búin að þvælast fyrir mér í 10 ár hvorki meira né minna! Loksins gat ég notað hana og nýtti tækifærið og hafði allsherjar dekurdag og uppskriftina af hármaskanum fáið þið í vikunni!

IMG_0849

Ég fór norður í heimsókn um daginn og er svo heppin að eiga yndislega mömmu sem var með tvær uppáhalds kökurnar mínar tilbúnar á borðinu þegar ég kom heim. Þetta er Silvíukaka og Sítrónukaka og báðar uppskriftirnar er hægt að finna á http://www.ljufmeti.com.

IMG_1065

Skólalífið er svo sannarlega byrjað og ég er nú þegar búin að fara í nokkur próf. Mér finnst svo ótrúlega gaman að lífga við lærdóminn með öðruvísi glósum og þegar ég sá þessa krúttlegu merkimiða í Tiger varð ég að kaupa þá, aðeins of sætir og gera bækurnar áhugaverðari!

IMG_1202

Til að lifa skóladaginn af finnst mér must að útbúa góðann nestispoka. Ég hafði þennan meðferðis í seinustu viku en í honum er flatbrauð með avocado og rjómaosti, Nakd stykki, ferskur ananas frá Natures Finest, poppkex með jarðaberjasúkkulaði og hafraklatti.

IMG_1092

Ég skellti mér með frábærum hóp á tónleikana með Gusgus í Listasafni Reykjavíkur. Stemmingin var frábær og við skemmtum okkur ótrúlega vel.

IMG_1053

Ég er alveg að meta það hvað það eru margir góðir salat staðir hérna í borginni og ég prófaði Fresco í seinustu viku. Ég held bara að gott salat sé uppáhalds maturinn minn og ég get borðað endalaust af góðu fersku salati!

IMG_1162

Hérna sjáið þið hvernig kremkinnaliturinn sem ég skrifaði um daginn kemur út á mér. Finnst hann alveg sjúklega flottur og gefa akkúrat ljómann sem ég er alltaf að leita eftir.

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: