Lengri, þykkri og fallegri augnhár með óvæntri augnháranæringu!

Hver vill ekki lengri og þykkri augnhár? Æi ég meina fyrir utan ykkur strákana, ykkur er sennilega alveg nokkuð sama. En fyrir okkur stelpurnar sem langar í vængi á augnlokin er ég með eitt ótrúlega gott ráð fyrir ykkur sem svínvirkar! Ég skora á ykkur að prófa og lofa að þið verðið ekki fyrir vonbrigðum.

IMG_1280

Um daginn fékk ég til mín konu sem hafði misst hárið í kjölfar lyfjameðferðar, og hárið sem var búið að vaxa aftur var mjög strítt og leiðinlegt. Hún var búin að reyna ýmislegt en ég benti henni á að fara í næsta apótek og fá sér laxerolíu, því hún er algjört kraftaverk fyrir hárið. Þá mundi ég að ég var ekki búin að segja ykkur frá uppáhalds fegurðarleyndarmálinu mínu, nefnilega laxerolíu!

IMG_1319

Laxerolía er náttúruleg olía sem við þekkjum flest sem..mmm..já..þið vitið..en fæstir vita að hún er líka frábær í margt annað! Hún er alveg sérstaklega næringarrík og blóðflæðisaukandi og getur gert kraftaverk fyrir hár og augnhár. Ég mun sýna ykkur uppskrift af hármaska sem inniheldur laxerolíu fljótlega en þangað til verð ég að sýna ykkur hvernig ég nota hana fyrir augnhárin mín. Hún örvar vöxt nýrra hára og nærir hárin sem fyrir eru og gerir þau sterkari, og á nokkrum vikum er hægt að sjá mikinn mun á augnhárunum. Ég tek reglulega “kúra” á henni og ber hana þá á augnhárin mín á hverju kvöldi. Til að það sé auðvelt að bera hana á sig finnst mér best að nota umbúðir og greiðu af maskara, þá er maður enga stund að skella henni á sig um leið og maður ber á sig næturkremið til dæmis.

IMG_1288

Ég tek umbúðir utan af gömlum maskara og þríf þær rosalega vel með vatni. Gott er að láta þær liggja í heitu vatnsbaði til að láta allra seinustu maskaraleifarnar leysast upp. Aðalvesenið finnst mér reyndar vera að koma olíunni ofan í túbuna. Hingað til hef ég gert eins og á myndinni, stungið túbunni ofan í sand og sett trekt yfir gatið. Næst helli ég olíunni í gegnum trektina og nota maskaragreiðuna til að stinga ofan í gatið og koma henni fljótar ofan í. Olían er alveg ótrúlega þykk og það getur verið gott að leyfa túbunni að standa smá stund með trektinni og leyfa olíunni að leka ofan í smátt og smátt.

IMG_1310

Þegar olían er komin ofaní er hún tilbúin til notkunar sem augnháranæring og endist ótrúlega lengi, þannig það er alveg þess virði þó að það sé kannski smá vesen að koma henni ofan í. Ég er líka búin að læra af reynslunni að ég nenni miklu frekar að bera hana á mig ef að hún er tilbúin ofan í túbunni og ég get bara borið hana beint á, og sett svo greiðuna aftur ofaní. Þá þarf ég ekkert að þrífa hana á milli og svo er auðvelt að kippa með sér umbúðunum hvert sem maður fer.

xxx

3 Comments on “Lengri, þykkri og fallegri augnhár með óvæntri augnháranæringu!”

  1. Pant prófa þetta!
    En ég held það gæti verið sniðugt að nota svona sprautu sem fæst í apótekum til að sprauta ofaní maskarann 🙂

    Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: