Ég elska: #1 mest notaða snyrtivaran

Ég var að taka saman um daginn hvaða hluti ég væri búin að sýna ykkur í uppáhalds. Þá fattaði ég að ég var aldrei búin að segja ykkur frá vörunni sem er allra mest (og alltaf) í uppáhaldi hjá mér. Ég er búin að nota þessa vöru í sirka 2 ár held ég, á hverjum einasta degi og get ekki án hennar verið. Og varan eeeeeeeer..

IMG_1199

Super Liner Perfect Slim eyeliner frá L’oreal! Þegar ég byrjaði fyrst að mála mig fyrir mörgum árum komst ég fljótlega að því að mér fannst fara mér vel að vera með vængjaðann eyeliner. Fyrst gerði ég línuna mína með augnblýant en fór svo á endanum að nota blautann eyeliner og gera ýktari línu. Ég elska að gera mikla vængi, og það hefur orðið svolítið einkennandi fyrir mig að vera með svona eyeliner, og ég er hreinlega ekki viss um hvort fólk myndi þekkja mig án hans. Þar sem ég er búin að búa til vængi uppá dag í örugglega 3-4 ár er ég komin í ágætis æfingu og er enga stund að græja línuna mína á morgnanna. Það kemur þó alveg fyrir að hún misheppnist, en ég komst að því að þau skipti verða miklu færri þegar ég nota þennan eyeliner sem ég er að tala um hér, og hef þessvegna notað bara hann mjög lengi.

IMG_1195

Það er eiginlega ótrúlega erfitt að klúðra línunni og vængjunum þegar maður notar þennan. Hann virkar í rauninni bara eins og mjúkur tússpenni en oddurinn er langur og gefur vel eftir, svo það er auðvelt að búa til fallega sveigju. Ef þið hafið séð tússpenna sem eru notaðir við skrautskrift vitið þið að þeir líta nánast eins út. Hvað er það að gera fallega eyeliner línu annað en skrautskrift? Hreyfingin er sú sama og við beitum hendinni eins, ég nota breiða partinn af oddinum til að gera línuna alveg upp við augnhárin, og dreg hana svo út með mjóasta partinum. Mér finnst mótstaðan í oddinum fullkomin og ef við leyfum pennanum að leiða okkur áfram er erfitt að klúðra línunni. Stærstu mistökin er þegar við reynum að beita pennanum eins og venjulegum penna og nota oddinn til að teikna á.

IMG_1159

Ég fer nánast ekki útúr húsi án þess að vera með svona línu og fæ endalaust spurningar um hvaða eyeliner ég nota, svo loksins get ég svarað öllum í einu. Þetta er eiginlega eina varan í snyrtiveskinu mínu sem ég skipti alltaf út fyrir sjálfa sig, ég er endalaust að prófa nýja maskara og ný meik en þessi er alltaf á sínum stað!

xxx

1 Comments on “Ég elska: #1 mest notaða snyrtivaran”

  1. Pingback: Nýjungar: Master Graphic Eyeliner | gyðadröfn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: