Andlits- og tannhreinsun á 2 mínútum (staðfest)

Ég verð að viðurkenna að ég er algjörlega týpísk B-manneskja og er nánast alltaf sein á morgnanna. Mér finnst bara alveg ótrúlega gott að sofa örlítið lengur á morgnanna, þó svo að það þýði að ég þurfi að flýta mér til að verða ekki sein. Að finnast gaman að mála sig og hafa lítinn tíma á morgnanna fer ekkert ótrúlega vel saman, svo að ég setti saman skothelda morgunrútínu sem hjálpar mér að spara tíma!

IMG_1168

Ég heyri frá svo ótrúlega mörgum að þeir hafi ekki tíma eða nenni ekki að hreinsa húðina bæði á kvöldin og morgnanna. Það er samt svo ótrúlega mikilvægt að gera bæði til að halda húðinni heilbrigðri og minnka líkurnar á að óhreinindi festist og verði að bólum. Á kvöldin er ég oftast aðeins lengur að hreinsa húðina mína en á morgnanna er ég alveg tilbúin að stytta mér leið. Ef að þið eruð eins og ég mæli ég með að fjárfesta í hreinsivatni sem allra fyrst, sennilega ein besta fjárfesting sem ég hef gert. Það má bæði nota á augun og húðina sjálfa og hreinsar og undirbýr húðina fyrir dagkrem í nokkrum strokum. Ég er að nota Pure Micellar hreinsivatnið frá L’oreal en ég veit að það eru fleiri merki komin með svipaða vöru. Það kemur í raun og veru í staðinn fyrir hreinsi, augnfarðahreinsi og andlitsvatn og flýtir helling fyrir!

 

IMG_1176

Þegar ég er búin að strjúka yfir allt andlitið með bómul bleyttum í hreinsivatni er húðin rök í smá tíma á eftir og mér finnst ekki gott að setja andlitskremið strax á, því mér finnst það blandast hreinsivatninu og verða þunnt. Tímann sem hreinsivatnið er að þorna nota ég til að tannbursta mig. (Já ég nota barnatannbursta..ég er með sérstaklega stórar tennur og sérstaklega lítinn munn og mér finnst miklu þægilegra að hafa hausinn á burstanum mjög lítinn svo ég geti burstað hverja tönn fyrir sig.) Tíminn sem ég tannbursta mig hefði annars ekki farið í neitt, nema að bíða eftir að vatnið þornaði, svo þarna erum við að græða fullt!

 

IMG_1179

Þegar ég er búin að tannbursta er hreinsivatnið þornað og tilvalið að bera andlitskremið yfir andlitið. Ég tók tímann á mér í morgun og komst að því að ég var hvorki meira né minna en heilar 2 mínútur að hreinsa húðina, tannbursta, og bera á mig rakakrem. 2 mínútur! Hver hefur ekki 2 mínútur til að fyrirbyggja bólur og tannskemmdir?

 

IMG_1140

Þegar ég er búin að bera á mig andlitskrem fer ég beint inn í eldhús, þar sem ég geymi augnkremið mitt. Skelli því á mig og á meðan það er að smjúga inn í húðina kveiki ég á kaffivélinni og bý mér til kaffi. Þegar kaffið er til er augnkremið þornað og ég get farið að mála mig, á meðan kaffið kólnar auðvitað. Þvílík rútína sem ég er búin að koma mér upp, er orðin mjög æfð í þessu og get samviskusamlega snoozað 5 sinnum á morgnanna, jeij!

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: