5 uppáhalds í ágúst!

Betra er seint en aldrei er það ekki? Ég er búin að vera algjörlega á haus þessi mánaðarmót, að byrja í skólanum og flytja inn í nýju íbúðina mína, og hreinlega fattaði ekki að það er löngu kominn tími fyrir 5 uppáhalds! Vonandi fyrirgefið þið mér og ég lofa að sýna ykkur myndir af íbúðinni minni þegar hún er aðeins meira tilbúin. Hér eru allavega 5 hlutir sem voru notaðir óspart í mánuðinum og sérstaklega í lokin á honum..

IMG_8451

Mánuðurinn og sérstaklega mánaðarmótin mín hafa vissulega einkennst af mikilli þreytu. Þegar er svona mikið að gera verður húðin oft þreytt og litlaus og þá er þetta krem efst í skúffunni minni enda sannkallað kraftaverkakrem! Það er ein mesta snilld sem ég hef kynnst og blæs nýju lífi í þreytta húð. Mæli 100% með að prófa það en ég skrifaði um það fyrr í sumar og þið getið lesið um það hér: https://gydadrofn.com/2014/06/04/i-aint-saying-shes-a-golddigger/

 

IMG_1140

Þegar ég er þreytt sést það líka alltaf á augunum mínum og þá finnst mér nauðsynlegt að eiga gott augnkrem. Ég er búin að nota þetta augnkrem frá Vichy nánast daglega seinustu vikur, og geymi það alltaf inni í ísskáp. Það er nefnilega með stálkúlu til að bera það á og það er algjör snilld að hafa hana kalda, vekur húðina og augun ennþá betur. 

 

IMG_1142

Þennan kremkinnalit frá Maybelline er ég búin að eiga í snyrtivöruskúffunni minni heillengi og hann hefur verið mikið notaður, en ég var samt eiginlega búin að gleyma honum. Ég uppgötvaði hann aftur um daginn þegar ég var að ganga frá og mundi þá aftur hvað mér finnst hann mikið æði. Hann gefur svo ótrúlega frísklegan ljóma og ég er búin að neyða alla í kringum mig til að prófa hann..og ég sver að hann er flottur á öllum! Er búin að nota hann upp á dag seinustu vikur og bara get ekki hætt. Það eru til tveir litir, 02 og 03, og mér finnst 02 koma betur út á mér. Þennan verðið þið að næla ykkur í!

 

IMG_1149

Afþví ég var að tala um kremkinnalitinn verð ég eiginlega að setja Real Techniques Stippling burstann með líka. Ég nefnilega nota hann alltaf til að setja hann á, enda getur verið pínu vandasamt að setja á sig kremkinnalit. Þessi bursti hentar fullkomlega í verkið og gefur létta áferð og engar klessur. Á í heitu ástarsambandi við þessar tvær vörur akkúrat núna..

 

IMG_8669

Æðið mitt fyrir ljósum naglalökkum ætlar engann enda að taka og ég hef staðið sjálfa mig að því að nota til skiptis liti 859 og 856 frá L’oreal. Mér finnst þeir sjúklega fallegir, og stærsti kosturinn er hvað þeir eru þekjandi. Þessi á myndinni er svolítið bleik-fjólublár í grunninn en 856 er svona pastel beige litaður. Báðir algjört æði! Fást í L’oreal naglalakkastöndum sem eru í flestum verslunum sem selja merkið.

 

En fer ekki að koma tími á einhverja nýja og ferska snyrtivöru-uppskrift? Það held ég nú bara! Er eitthvað sérstakt sem ykkur langar að sjá næst? Endilega sendið mér póst! 🙂

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: