New in: Fartölvuhulstur frá Michael Kors

Á föstudaginn fór ég ótrúlega spennt á pósthúsið því ég vissi að þar biði mín fallega fartölvuhulstrið sem ég keypti mér á Ebay um daginn.
Eftir langar samningaviðræður við seljandann fékk ég það á ótrúlega góðu verði. Komst reyndar að því um helgina að mínar hugmyndir af “góðum díl” á fartölvuhulstri eru kannski ekki alveg þær sömu og hjá flestum. En ég er alveg ótrúlega ánægð með hana og finnst hún vera hinn fullkomni fylgihlutur fyrir mig í skólann!
Hulstrið er reyndar hannað fyrir MacBook Pro, en ég er að nota það undir MacBook Air. Stærðin á skjánum er samt sú sama svo ég hef bara aðeins meira pláss, og get til dæmis komið hleðslutækinu mínu og símanum með. Það er úr svörtu leðri með snákaskinnsmunstri og gyllt að innan. Hef aldrei verið mikið fyrir snákaskinnsmunstur en þetta finnst mér óendanlega fallegt.
Það fylgdi meirasegja leðuról með hulstrinu, svo það nýtist líka sem taska sem maður getur hengt á öxlina. Finnst það ótrúlega sniðugt og þá er líka hægt að nota það sem töska fyrir annað en fartölvuna! Alltaf að græða!
xxx