Langar í: Falleg mjólkurkanna úr Minju
Mamma mín rakst á þessa fallegu mjólkurkönnu í versluninni Minju á Laugarveginum um daginn. Ég varð alveg ástfangin af henni við fyrstu sýn og finnst hún alveg ofboðslega falleg. Kannan er hönnuð eins og gamla góða rjómafernan en er úr glæru plexi plasti. Ég er alltaf svo ótrúlega veik fyrir svona geometric hönnun, þar sem aðallega ferningar og þríhyrningar eru notaðir, því mér finnst oft einfaldar og skýrar línur vera það sem gerir hlutinn fallegann. Ég ætla drífa mig við fyrsta tækifæri niður á Laugaveg og næla mér í eitt stykki. Svo ætla ég að bjóða einhverjum í kaffi sem fyrst og vonandi vill gesturinn mjólk í kaffið svo ég geti boðið honum að hella úr fallegu könnunni minni!
xxx
Minja er reyndar á Skólavörðustíg 😊
LikeLike
vúps já auðvitað 🙂
LikeLike