Langar í: Marmara allt
Æi já ég veit ég er ekki alveg fyrst með fréttirnar..en engu að síður er ég komin með æði fyrir hvítum marmara núna! Marmara æðið er búið að vera í gangi heillengi, og er sennilega að verða búið en mér er alveg sama..I love it! Ég tók minn venjulega Pinterest rúnt um daginn í marmaramyndum og þessar stóðu upp úr:
Þið hljótið að vera að grínast með þetta sængurver!? Þetta er örugglega það fallegasta sem ég hef séð! Finnst hvít sængurver sjúklega falleg og þetta er bara algjör snilld, verð að fá það!
Ótrúlega margir eiga svona marmara límmiða á tölvuna sína og ég verð eiginlega bara að eignast einn fyrir MacBook Air tölvuna mína, ótrúlega fallegt combo!
Ef að einhver finnur svona plastfilmu með marmara mynstri þá verður sá hinn sami að hringja í mig ASAP. Venjulegar marmaraplötur eru auðvitað mjög þungar og dýrar, og ég væri hrædd um að fá leið á henni á borði eins og þessu sem væri flott í stofunni. En að klæða venjulegt lágt, ódýrt sófaborð (t.d. úr Ikea) með svona marmaramynstri er hin fullkomna lausn og ég ætla klárlega að græja svona borð ef ég finn svona filmu.
Til að toppa æðið fann ég mér fallega mynd með marmaramynstri og gulli sem bakgrunn í símann minn, finnst pínu eins og síminn minn sé úr marmara þegar ég er með það..elska það!
xxx
úllala! hvar fannstu svona fínan bakgrunn í símann ? 🙂
LikeLike
ég fann myndina á Pinterest (eins og svo margt annað), en hef greinilega gleymt að pinna hana hjá mér og finn hana hvergi núna! Mun halda áfram að leita og láta þig vita ef ég finn slóðina 😉
LikeLike
til í bauhaus!
LikeLike
Pingback: Að missa mig yfir: Marmaralínunni frá Black&Basic | gyðadröfn