Að missa mig yfir: Ikea bæklingurinn 2014

Stundum get ég verið svo mikið nörd..sérstaklega þegar kemur að Ikea. Þegar ég frétti að þeir ætluðu að gefa út viðhafnarútgáfu af bæklingnum sínum í ár vissi ég strax að ég bókstaflega yrði að tryggja mér hana. Auðvitað var ég svo í skólanum þegar þeir byrjuðu að afhenda bæklinginn, en ég gat ekki látið það stoppa mig. Ég kláraði tímann og hljóp svo niður í miðbæ og mætti sveitt og fín, dauðhrædd um að ég væri búin að missa af stærri útgáfunni af Ikea bæklingnum. En sem betur fer var ekkert að óttast því þeir áttu ennþá bæklinga og ég nældi mér að sjálfsögðu í einn, og meirasegja annan til að gefa mömmu minni (hún er jafn mikill aðdáandi og ég). Ég elska nefnilega Ikea og næstum öll búslóðin mín er þaðan. Tímasetning hjá vinum mínum í Ikea gæti líka ekki verið betri, þar sem ég er akkúrat að fá íbúðina mína afhenda í dag og er að fara eyða ófáum stundum næstu vikur í að skoða og skipuleggja! Ég kíkti í bæklinginn í gær og þetta er það sem stóð út að mínu mati:

Ikea1 

Frá vinstri til hægri:

1) Viðhafnarútgáfan er stærri útgáfa af venjulega bæklingnum, og prentuð á fallegri pappír svo myndirnar njóta sín betur, og ég verð að viðurkenna að það er svona 10x skemmtilegra að skoða risabækling heldur en bækling í venjulegri stærð. Allir sammála?

2) Síða sem höfðar einstaklega mikið til mín, akkúrat minn stíll og mig er búið að langa heillengi í þetta snyrtiborð. Hver veit nema ég láti verða af því í nýju íbúðinni.

3) Fyrsta opnan sem að greip augað mitt var þessi hérna. Finnst svo ótrúlega fallegt, sérstaklega í svefnherbergjum, að hafa allt hvítt eða ljóst og nota svo einn hlut (í þessu tilviki rúmgaflinn) til að brjóta upp einfaldleikann. Fallegt!

4) Skubb hirslurnar er vara sem ég algjörlega elska, enda er ég skipulagsfrík með meiru. Með þeim er hægt að skipuleggja nánast allt og þeir passa ótrúlega vel ofan í skúffur og skápa. Ég er að elska þennan lit og samkvæmt bæklingnum er hann áberandi á næstunni.

ikea2

1) Mig er búið að langa lengi í þennan gula stól, finnst hann svo stílhreinn og fallegur með dökkum- og viðarlitum. Hann væri til dæmis ótrúlega fallegur á teppinu á fjórðu myndinni. Svo er ég ótrúlega hrifin af hvernig þeir gera þetta litla herbergi fallegt með dökkum og náttúrulegum litum og ég er sérlega hrifin af himnasænginni!

2) Diskarnir með bláa mynstrinu finnst mér dásamlegir, stoppaði heillengi við þá og mun mjög líklega næla mér í nokkur stykki þegar ég fer næst í Ikea. Kökufatið er sennilega mest notaða glervaran í eldhúsinu mínu, ásamt flöskunni með tappanum. Bleika skálin finnst mér svo ótrúlega sæt og hún passar við fullt sem ég á nú þegar, svo hún fer klárlega í körfuna líka!

3) Þetta finnst mér ótrúlega sniðugt! Þarna eru Skubb hirslur hengdar upp á fataslá og notaðar eins og kommóða eða fataskápur. Hljómar fullkomið fyrir skipulagsfrík eins og mig, og tekur ekki mikið pláss. Í körfuna með þetta!

4) Ég bókstaflega elska alla Stockholm línuna hjá Ikea. Hún er frekar gamaldags, látlaus, elegant og í náttúrulegum litum. Þessi motta verður að rata í stofuna mína! Mig hefur líka lengi langað í þennan græna stól og fer ekki af þeirri skoðun að mér finnist hann fallegasti hægindastóll sem ég hef séð. Hann minnir mig á stóla sem að voru heima hjá langömmu minni, og finnst hann gera sérstaklega heimilislegt í stofunni. Bókahillurnar eru líka guðdómlega heimilislegar og litlu borðin á mottunni, ef að ég ætti íbúð í 101 Reykjavík væri þetta klárlega stofan mín.

ikea3

1) Mér finnst þetta alveg ótrúlega falleg mynd og ég er alveg sérlega hrifin af pappírslóðinu sem stendur á borðinu. Það bara hreinlega verð ég að eignast!

2) Þessi baðherbergismynd finnst mér sérstaklega heillandi, enda er liturinn á veggnum uppáhalds liturinn minn. Bleiku og hvítu handklæðin eru alveg ótrúlega falleg við og svo finnst mér svona ljós við spegilinn alltaf sjúklega flott.

3) Ég elska þennan lit á veggnum, mjög rómantískur og krúttlegur, og fuglabúrið sem stendur á bókahillunni er æðislegt!

4) Ó vá..ef ég ætti drauma matarbúr væri það svona. Skipulagt út í eitt og allt í glerkrukkum og sýnilegt. Æðislega falleg eldhúsmynd!

ikea6

Þá er komið að síðunni sem að greip mig algjörlega! Að mínu mati langfallegasta síðan í bæklingnum og ég gæti skoðað hana næstum endalaust. Hún fangar akkúrat það sem ég myndi kalla minn stíl, og svona herbergi hefur verið til í draumunum mínum heillengi. Þarna hafa þeir tvö hvít snyrtiborð og snúa þeim bak í bak, sem mér finnst ofsalega sniðugt, eiginlega svona förðunar-eyja (eins og eldhús-eyja). Snagarnir á veggnum fyrir hattana finnst mér svo alveg ótrúlega sniðug hugmynd og skemmtileg leið til að lífga upp á veggi. Vildi óska að ég gæti keypt þetta herbergi bara í heilu lagi, það er fullkomið! Læt mig dreyma..

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: