Að missa mig yfir: Kóngabláum
Ég fæ reglulega æði fyrir einhverjum sérstökum lit..þessa dagana get ég ekki hugsað um annað en að eignast sem flest kóngablátt á litinn.
Þetta byrjaði eiginlega allt þegar ég rakst á þennan jakka inní skáp hjá mér. Er búin að eiga hann í einhvern tíma en hef bara notað hann nokkrum sinnum, en er komin með æði fyrir honum núna! Liturinn finnst mér æði og kóngablátt og gyllt er hið fullkomna hjónaband! Verður klárlega mikið notaður næstu vikur.
Ég rakst svo á þessa mynd á Pinterest rúnt um daginn, finnst þetta alveg fáránlega flott lúkk! Kóngablátt og svart leður er alveg sjúklega flott combo og klúturinn setur punktinn yfir i-ið.
Það kemur þá kannski ekkert á óvart að efst á óskalistanum (allra efst) er svona kóngablá leðurtaska frá Michael Kors. Ég er að fylgjast með nokkrum uppboðum á Ebay og ég hreinlega verð að eignast hana! Liturinn heitir Sapphire blue og ég dey yfir gull-detailunum á henni, guðdómlega falleg!
Til að róa verslunarsjúklinginn sem vill bara kóngablátt fékk þessi fallega skyrta af Tobi.com að rata í innkaupakörfuna hjá mér. Ég á akkúrat svartar leðurstuttbuxur sem verða örugglega ótrúlega flottar við!
xxx