Confessions of a shopaholic Vol3: Back to school edition

Mér finnst haustið svo frábær tími..allir að byrja í rútínu eftir sumarið og mikið í gangi hjá flestum. Núna þegar langflestir skólar eru byrjaðir aftur eftir sumarið eru margir í verslunarhugleiðingum og þar á meðal ég! Nokkrir hlutir sem ég er búin að næla mér í fyrir skólann:

 

IMG_5482

Efst á listanum verður að vera gullfallega nýja MacBook Air talvan mín. Ég valdi mér útgáfuna með 13″ skjá og ég gæti ekki verið ánægðari með hana! Hún er svo ótrúlega létt og þægileg í skólann og ég tek hana með mér hvert sem ég fer. Klárlega langbestu kaup haustsins!

 

$_57

Það er nú algjört must að kaupa sér líka hulstur utan um tölvuna er það ekki? Ég þræddi búðirnar hér heima en fann ekkert fallegt hulstur sem mér fannst nógu fínt svo ég endaði á að kaupa mér þetta gullfallega hulstur sem er líka hægt að nota sem tösku. Það er frá Michael Kors og ég vann það á uppboði á Ebay.

 

IMG_0832

Eftir mikla leit hef ég hætt að leita, ég fann hina fullkomnu skólaskó í Kaupfélaginu. Þeir eru frá Sixmix og eru pottþétt þægilegustu skór sem ég hef átt. Algjörlega fullkomnir fyrir veturinn!

 

IMG_0871

Ég var ekki lengi að falla kylliflöt fyrir þessum dásamlega fallega fölbleika jakka í Zöru um daginn. Ætlaði alls ekkert að kaupa mér nýjan jakka en ég og þessi eigum í heitu ástarsambandi svo ég bara gat ekki skilið hann eftir í búðinni, það væri bara illa gert, er það ekki?

 

IMG_0882

Það er algjört must að eiga fallegan trefil fyrir veturinn og ég er að elska þennan ótrúlega langa, mjúka trefil sem ég keypti í Zöru, verður klárlega mikið notaður í vetur. Síðu, hvítu skyrtuna fékk ég í Vila en hún er svo ótrúlega klassísk og passar við allt. 

 

IMG_0694

 

Svo nældi ég mér líka í þessa þægilegu peysu í Zöru sem er fullkomin í skólann. Stór, þægileg og ótrúlega mjúk! 

xxx

 

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: