Ég mæli með: 2 frábærir farðar

Mig langar svo að segja ykkur frá tvem förðum sem ég nota langmest og þarf alltaf að eiga til í skúffunni minni. Það vill svo til að þeir eru báðir frá L’oreal en mér finnst það frábært merki og ég nota það alveg ótrúlega mikið! Þessir tveir eru í uppáhaldi hjá mér og ég elska þá báða á sinn hátt! 

 

IMG_0644

Fyrri farðinn heitir Liquid powder og er úr Magic nude línunni fyrir ameríkumarkað. Hérna í Evrópu heitir hann reyndar Eau te teint og er úr Nude Magique línunni sem er sama lína og BB kremið og púðrið er í. Hann er alveg ofboðslega léttur og nánast ósýnilegur á húðinni, en gefur alveg ofboðslega fallega áferð sem er svolítið eins og nafnið segir, fljótandi púður. Þeir mæla með að nota ekki förðunaráhöld eins og bursta eða svampa til að bera hann á, heldur bara hreina fingur. Ég var alveg smástund að samþykkja það því að ég vil nota Real Techniques svampinn minn í allt, en það einfaldlega virkar langbest fyrir þennan farða að nota fingurna. Þetta er farðinn sem ég nota dagsdaglega og hann er alveg fullkominn þegar manni langar ekki að vera með of þungan farða, og það eru ekkert allir sem að vilja nota púðurfarða. Það sem þarf að passa áður en þið setjið hann á er að vera búin að hreinsa húðina vel, frábært að nota fínkornóttan skrúbb, og bera á hana gott rakakrem. Því miður er hann ekki ennþá fáanlegur í stöndunum hérna á Íslandi en ég nýti alltaf tækifærið ef að einhver sem ég þekki er á leið til útlanda og fæ þá til að stinga þessum í pokann sinn, eða kaupi hann á Ebay ef ég er alveg að fara að lenda í vöntun.

 

IMG_0647

Hinn uppáhalds farðinn minn er í Lumi línunni frá L’oreal og er til í stöndunum hérna Íslandi. Hann er ÆÐI. Ég er búin að nota þennan farða ótrúlega lengi og ég bara finn mér engann sem mér finnst gera jafn mikið fyrir húðina mína og þessi. Hann gefur svo ótrúlega fallegan ljóma og húðin verður eins og hún sé lýst innan frá (ef það meikar sens?). Ég nota þennan þegar ég vil vera extra sæt, þegar ég er að fara eitthvað út og er að plana að heilla einhvern með ljómandi húð (já ég plana það). Ég myndi segja að það væri miðlungs þekja í þessum farða en hann er samt mjög léttur og alls ekki þungur. Ef að þið eruð að leita að fullkomlega ljómandi húð þá er þessi algjörlega málið!

 

IMG_0648

Til að fullkomna lúkkið finnst mér þetta sólarpúður æði! Það er líka frá L’oreal og má nota bæði á andlit og likama. 

xxx

3 Comments on “Ég mæli með: 2 frábærir farðar”

  1. Pingback: Ég mæli með: Maybelline Dream Wonder Nude | gyðadröfn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: