Myndablogg: Back to school óskalistinn minn

Að vanta er frekar teygjanlegt hugtak..ef að þið mynduð spyrja mömmu mína myndi hún líklega segja ykkur að mig vantaði ekki neitt í fataskápinn minn og væri bara í góðu standi með nóg af fötum fyrir veturinn. En ég er á öðru máli! Það er nefnilega alveg hellingur sem mig nauðsynlega vantar til að lifa veturinn af. Ég elska að klæða mig á haustin og finnst svo gaman að versla fyrir veturinn. Ég er líka að elska tískuna sem er í gangi núna, og sérstaklega “oversized” trendið, stórar peysur og kápur. Það er líka sérstaklega hentugt fyrir mig þar sem ég er á stærð við 12 ára barn og á því mjög auðvelt með að finna eitthvað “oversized”! Þessar lykilflíkur eru á óskalistanum:

f29a2657df949b43f39fdda8829ac2b8

Eitt af því sem mig nauðsynlega vantar er taska undir nýju gullfallegu Macbook air tölvuna mína. Þessi sjúklega fallega fartölvuhlíf frá Michael Kors myndi sennilega alveg duga..já og jafnvel aðeins meira en það, hún er einfaldlega of falleg!

 

Image-1-1

Ég er búin að vera á höttunum eftir fallegum síðum trench coat fyrir haustið, en mig langar helst í einhvern sem er frekar þunnur og léttur. Þessi þykir mér ótrúlega fallegur, en ég fann hann á Asos (HÉR) og hver veit nema að hann rati í innkaupakörfuna hjá mér..

 

IMG_0798

Ég er líka búin að vera að leita að hinum fullkomnu svörtu skólaskóm. Ég rakst á þessa á instagram hjá @jeffreycampbell um daginn mér finnst textinn undir myndinni algjörlega heilagur sannleikur. Væri sko meira en til í að bæta þessum við í fataskápinn og ætla að gera tilraun til að finna svipaða næstu daga.

 

Image-1-2

Ég elska að vera með stóra og þykka klúta um hálsinn en mig langar alveg ótrúlega mikið í fallegan loðkraga, og þessi frá Asos (HÉR) væri alveg tilvalinn! 

 

IMG_0800

Algjört must have fyrir veturinn er extra síð falleg golla. Ég rakst á þessa í Vero Moda um daginn en keypti hana reyndar ekki, og sá svo mikið eftir því og ætlaði að fara að næla mér í hana en þá var hún því miður búin. Er ekki bara alveg óþolandi þegar maður gerir þetta? En afgreiðslukonan sagði að það kæmu mjög líklega fleiri svipaðar svo ég ætla að fylgjast spennt með! Síð golla, þröngar buxur og snúður í hárið er að mínu mati klárlega skólalúkkið í haust!

 

Image-1

Ef að þið eruð að nota vefsíðuna Pinterest eins og ég getið þið fundið fullt af flottum hugmyndum fyrir haustið og endilega eltið vegginn minn sem heitir Fall14 þar sem ég set myndir sem eru innblástur fyrir haust outfit-in!

 

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: