Back to school: 6 hugmyndir af hollu millimáli!

Jæja þá er haustið komið og skólalífið að byrja hjá ansi mörgum. Sjálf er ég að setjast á skólabekk eftir tveggja ára pásu og finnst frábært að vera komin aftur í skóla. Seinustu viku og næstu viku sem er að koma bý ég í (nokkrum) ferðatösku, því að ég fæ ekki íbúðina mína afhenda fyrr en 1. september. Ég hef því ekki mikið getað brasað í eldhúsinu og útbúið mér nesti eins og ég geri yfirleitt, en mig langar að sýna ykkur nokkrar hugmyndir af hollu OG góðu nesti sem er auðvelt að grípa með sér í skólann.

IMG_9930

Eins og ég hef áður sagt ykkur þá elska ég þessi stykki. Þau heita Nakd og eru hrástykki úr þurrkuðum ávöxtum og hnetum. Þau fást í Nettó og Hagkaup en þessar þrjár tegundir eru uppáhaldið mitt. Ótrúlega þægilegt að birgja sig upp af þessum og eiga í töskunni. Ef að þið eruð með örbylgjuofn nálægt finnst mér sjúklega gott að setja jarðaberjastykkið í 5-10sek í örbylgju, þá verður það svona mjúkt og ennþá meira djúsí!

 

IMG_0653

Eitt það allra besta sem ég fæ eru flatkökur og avocado. Fæ bara ekki nóg! Ég kaupi heilkorna flatkökur í Bónus, og stappa mjúkt avocado og smyr á milli. Ef þið eruð ekki jafn ástfangin af avocado og ég þá getið þið svosem alveg sett eitthvað venjulegt á flatkökurnar ykkar..en ég mæli samt með að gefa avocadoinu séns!

 

IMG_0608

Ég elska að grípa með mér Froosh drykkina! Þeir innihalda bara ávexti og engin aukaefni og fást í svona fallegum glerflöskum í Bónus. Mér finnst bleika flaskan langbest, en hún er með jarðaberjum, banana og guava ávexti. Það eru til þónokkrar bragðtegundir svo allir ættu að geta fundið sitt uppáhald!

 

IMG_0657

Ég borða ofsalega mikið af ávöxtum, enda algjör sælkeri. Mér finnst æði að geta gripið með mér litla krúttlega dollu af ferskum ananas í næstu búð, og svo fylgir líka svona krúttlegur skeið/gaffall með, fullkomið í skólastofuna! Það er til ananas og blandaðir ávextir í litlum dollum (sem ég kaupi reyndar aldrei því það er papaya í því og ég er með fóbíu fyrir papaya), og svo er til mangó í stórum. Mér finnst mangóið svo ótrúlega gott en þar sem að dollan er frekar stór þá geymi ég oft minni dolluna utan af ananasnum og skipti stóru mangódollunni í tvær svona litlar. 

 

IMG_0579

Froosh er líka til í dósum sem eru minni en glerflöskurnar (fæst í Hagkaup) í allavega tvem bragðtegundum. Mjög sniðugt að grípa með sér og aðeins fyrirferðarminna í töskunni. Nakd er svo líka til í pokum með litlum bitum, og þessir með súkkulaði-appelsínu bragði eru alveg fáránlega góðir. Keypti mér svona poka í Nettó um daginn og hafði með mér í tíma og fannst ótrúlega gott að narta í hann, frekar en að fá mér poka með karamellukúlum eða eitthvað.

 

IMG_0661

Poppkex er alltaf þægilegt að grípa með sér og ég er komin með algjört æði fyrir þessu nýja frá Sollu, með hvítu súkkulaði með karamellubragði. Það fæst í Bónus og ef þið eruð poppkex aðdáendur eins og ég þá verðið þið að smakka þetta!

 

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: